Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.12.2010, Blaðsíða 30
30 2. desember 2010 FIMMTUDAGUR Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Skörun blaðalesturs að meðaltali á dag, mán.-lau., höfuðborgarsvæðið 18-49 ára. Heimild: Blaðakannanir Capacent ágúst – október 2010. Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið Lesa bara Morgunblaðið Lesa bara Fréttablaðið 67,9% 5,5% 26,6% Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sinn eins og síðasta könnun Capacent Gallup sýnir ótvírætt. Allt sem þú þarft... Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 94% lesenda blaðanna Eru Vinstri græn á móti gagnaverum? Undanfarin fjögur ár hefur verið unnið að því að mark- aðssetja Ísland sem ákjósanlegan stað fyrir uppbyggingu gagnavera. Kostir landsins eru margir, s.s. velmenntað og vinnusamt starfs- fólk, öflugar gagnatengingar til Evrópu og Bandaríkjanna, hrein græn orka, milt loftslag og nægt land undir gagnaverin. Það hefur verið opinber stefna núverandi og fyrri ríkisstjórna að laða gagna- ver til landsins. Á grunni þeirra stefnu hefur verið lagt út í millj- arða fjárfestingar í gagnasam- böndum til og frá landinu og hafn- ar eru framkvæmdir við byggingu gagnavera sem selja eiga erlend- um fyrirtækjum þjónustu sína. Ójöfn samkeppnisstaða Kostir Íslands eru það miklir að erlendir sérfræðingar hafa spurt af hverju gagnaversiðnaðurinn hafi ekki nú þegar náð að skjóta styrkum rótum á Íslandi. Með réttu gætu nokkur stór gagnaver þegar verið starfrækt hér á landi með fjölda manns í vinnu, ef vel hefði verið á málum haldið. Svarið er einfalt. Rekstrar- umhverfi íslenskra gagnavera er ekki samkeppnishæft við umhverfi gagnavera í Evrópu. Íslensk gagnaver og viðskipta- vinir þeirra búa við tvísköttun, annars vegar þegar netþjónar eru fluttir til landsins og hins vegar þegar þjónusta gagnavera er flutt úr landi og seld til erlendra við- skiptavina. Einnig eru gerðar ríkar kröfur um að viðskiptavin- ir gagnaveranna stofni til fastrar starfstöðvar á Íslandi með tilheyr- andi kostnaði. Gagnaver innan Evrópusambandsins (ESB) búa því við mun hagstæðara rekstr- arumhverfi. Engar skattaívilnanir Samtök gagnavera hafa um nokk- urt skeið sóst eftir því að lagaum- hverfi íslenskra gagnavera verði nútímavætt þannig að þau geti mætt samkeppni gagnavera innan Evrópusambandsins (ESB) á jafn- ræðisgrunni. Markmiðið er ekki að skapa iðnaðinum skattalegar íviln- anir heldur eingöngu að tryggja að samkeppnisstaða íslenskra gagna- vera verið jöfn gagnaverum innan ESB. Samtökin hafa lagt fyrir fjár- málaráðuneytið ítarlegar tillög- ur um þær breytingar sem gera þarf á lögum um virðisaukaskatt og tekjuskatt svo þessu megi ná fram. Í öllum tilfellum hafa tillög- urnar verið rökstuddar með for- dæmum frá ríkjum innan Evrópu- sambandsins. Stefna án innihalds? Nýlega lagði Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra, fram frum- varp um breytingar á lögum um virðisaukaskatt sem jafna á sam- keppnisstöðu íslenskra gagnavera með því að tryggja að útflutt þjón- usta þeirra sé undanþegin virð- isaukaskatti. Í greinargerð með lögunum er að finna ýtarlega skil- greiningu á því hvaða þjónusta gagnavera sé undanþegin virðis- aukaskatti og hvaða þjónusta sé það ekki. Þannig er gert ráð fyrir því að hýsingarþjónusta gagnavera sé skilgreind sem aðstöðuleiga, og því ekki undanþegin VSK á meðan gagnavinnsla er skilgreind sem útflutt þjónusta og því undanþeg- in VSK. Við fyrstu sýn kann að virðist að með þessari aðgreiningu hafi fjár- málaráðuneytið viljað hámarka skatttekjur landsins með því að tryggja að verðmætasköpun færi sem mest fram á Íslandi í tengslum við gagnaverin. Tilgangurinn er þó sennilega annar því í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þrátt fyrir að viðskiptavinum sé seld þjónusta á sviði gagnavinnslu án VSK þurfi samt að greiða virðisaukaskatt af hýsingarþjónustunni. Ójafnri stöðu íslenskra gagna- vera er því viðhaldið með núver- andi frumvarpi. Því er rétt að spyrja hvort Vinstri græn séu á móti uppbyggingu gagnaversiðnað- arins hér á landi? Ef svo er þá væri mun eðlilegra að koma hreint til dyranna og lýsa því yfir að íslensk stjórnvöld hafi ekki huga á að laða þessa starfsemi til Íslands. Það mun spara íslenskum frumkvöðl- um, sem linnulaust hafa unnið að því að laða erlent fjármagn til landsins, mikla fjármuni og orku. Hugsunarvillan Erlendir viðskiptavinir íslensks sjávarútvegsfyrirtækis, stoðtækja- framleiðanda eða álvers eru ekki skattlagðir líkt og stefnt er að í til- felli gagnavera í frumvarpi fjár- málaráðherra. Þannig eru erlend- ir viðskiptavinir HP Granda ekki sérstaklega skattlagðir þegar hrá eða fullunnin matvæli eru seld úr landi. Þessari meginreglu er hins vegar kollvarpað í frumvarpi fjármálaráðherra. Tryggja á sér- tækar skatttekjur af erlendum viðskiptavinum íslensku gagna- veranna með því að neyða gagna- verin til að leggja virðisaukaskatt á þá þjónustu sem seld er út fyrir landsteinanna. Áhrif þessa verða að gagnaversiðnaðurinn mun ekki skapa ný störf og engar nýjar tekj- ur né skatttekjur verða til. Verndun lífsgæða Til að vernda og auka lífsgæði Íslendinga þarf að auka getu samfélagsins til að skapa verð- mæti. Vegna sérstöðu Íslands og þeirra landkosta sem land- ið hefur upp á að bjóða getur gagnaversiðnaðurinn leikið mik- ilvægt hlutverk í endurreisn íslensks samfélags. Ef rekstrar- umhverfi íslenskra gagnavera er gert samkeppnishæft mun hér á landi rísa öflugur útflutningsiðn- aður sem skapar fleiri hundruð störf og aflar landi og þjóð mik- ilvægra gjaldeyristekna. Íslenska ríkið og sveitarfélögin munu inn- heimta tekjuskatt, bæði af starf- semi gagnaveranna sjálfra sem og tekjuskatt af starfsmönnum gagnaveranna, fasteignaskatt, gatnagerðargjöld og orkuskatta eftir því sem við á. Uppbygging þekkingarkjarna Í stað þeirrar orku, sem hefur farið í að breyta rekstrarum- hverfi gagnavera, væri mun væn- legra ef iðnaðurinn og stjórn- völd tækju höndum saman um að móta sameiginlega stefnu um hvernig hámarka megi þau verð- mæti sem verða til hér á landi í tengslum við gagnaverin. Megin viðfangsefni slíkrar vinnu væri að tryggja að hér á landi verði til þekkingarkjarnar sem laði að erlenda fjárfestingu og ýti undir verðmætasköpun og útflutning þjónustu. Samtök gagnaversfyrirtækja hvetja Alþingi til að gera breyt- ingar á frumvarpi fjármálaráð- herra og að flýta þannig fyrir vexti gagnaversiðnaðarins. Gagnaver Friðrik Þór Snorrason framkvæmdastjóri Skyggnis Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að þrátt fyrir að viðskiptavinum sé seld þjónusta á sviði gagnavinnslu án VSK þurfi samt að greiða virðisaukaskatt af hýsingarþjónustunni. Ójafnri stöðu íslenskra gagnavera er því viðhaldið með núverandi frumvarpi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.