Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.08.1898, Side 10

Sameiningin - 01.08.1898, Side 10
—74— Á fundinum var mér falið á hendr, að leg-gja fram, fyrir hönd safn- aðarins, hina skriflegu umsökn um inngöngu safnaðarins í kirkjufé- lagið, svo og hin samþykktu lög Melanktonssafnaðar. Leyfi eg mér því hérmeð, samkvæmt þessari samþykkt og fyrir- mælum 13. gr. grundvallarlaganna, að leggja fram lög hins ev. lút. Melanktonssafnaðar og sœkja um inngöngu fyrir hans hönd í hið. ev. lút. kirkjufélag ísi. í Vestrheimi. Enn fremr hið eg yðr, að leggja þessa umsókn fyrir næsta kirkjuþing til endiiegra úrslita. Alira virðingarfyllst. JÖNAS A. SlGURDSSON. Lög hins nýja safnaöar, sem fylgdu með umsóknarskjali þessu, voru alveg eins og safnaðarlagafrumvarp kirkjufélagsins, sem prentað stendr í „Sam.“ VIII, bls. 61—63, aðþví undan teknu, að þar var ekki heimtað, að sá, er í söfnuð ætti að geta orðið tekinn, þyrfti að vera „ferindr“, en í stað þess ákveðið, að hann skyldi vera „uppfrœddr í guðs orði“. Málinu um inntöku-umsókn Melanktonssafnaðar var vísað til þriggja manna nefndar, og í þá nefnd voru kvaddir þeir Friðjón Friðriksson, Brandr J. Brandsson og séraBjörn Jónsson. 3. fundr, sama dag kl. 8—10.45. e. m. Almennar umrœð'ur. þessu nafni eru nefndar umrœður um eitthvert málefni almenns eðlis, sem samkvæmt 8. gr. grundvallarlaga kirkjufé- lagsins er búizt við að fari fram á hverju kirkjuþingi. Og hefir sú venja fyrir löngu komizt á, að allir, sem viðstaddir væri, skyldi hafa málfrelsi við þær umrœður, án alls tillits til þess, livort þeir ætti sæti á kirkjuþingi eða ekki, eða jafnvel hvort þeir heyrði kirkjunni til eða ekki. Hið almenna umrreðuefni, sem valið hafði verið í þetta sinn, var : Borgaralegar sleyldur kristinna manna. það mál var nú tekið fyrir á þessum kvöldfundi. Séra Björn B. Jónsson hélt inngangsrœðuna. En Björn Jónsson stýrði fundi meðan á þessum umrœðum stóð. Auk séra Björns töluðu sjö menn um málið. 4. fundr, laugardag 25. Júní, kl. 9—12 f. m. Nefndin, sem sett hafði verið til að íhuga ársskýrslu for- seta og útbúa dagskrá þingsins, lagðifram svo látanda álitsskjal:

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.