Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1898, Page 11

Sameiningin - 01.08.1898, Page 11
-75- Herra forseti! Nefndin, sem kosin var í gær til aö iliuga ársskýrslu forsetans og raða málum á dagskrá, leyflr sér aö leggja fram svo hljöðanda álit: Vér lýsum ánœgju vorri yfir starfi forsetans á liðnu ári, og hiðjum almáttugan guð, að lengja líf hans og styrkja heilsu hans, svo kirkju- fólagið fái leng'i notið hans sem leiðtoga síns. Mál þau, sem vér ráðum þinginu til að taka á dagskrá sína, eru: 1. Missíónar-málið. 2. General Council-málið. 3. Sameiningin. 4. Sunnudagsskðlamálið. 5. Bandalagsmál. 6. Grundvallarlagahreyting. 7. Líknarskyldan, og livernig vér fáum innt hana af hendi. 8. Skólamálið. 9. Bindindispredikan. Dagskráin og nefndarálitið í heild sinni samþykkt. Að því, er snertir 7. málið á dagskránni: málið um lílcnar- skylduna og hvernig vér fáutn leyst hana af hendi, þá er þess að gæta, að upphaflega hafði það mál verið tiltelcið sem umrœðu- efni á trúmálsfundi þessa kirlcjuþiugs eins og auglýst var af forseta í Maí-blaði „Sam.“, þá er boðað var til þings fyrir þetta ár. En við nánari íhugan hafði þótt betr eiga við, að gjöra þetta mál að almennu þingmáli, og því var það nú sett á dagskrá, en í þess stað komu menn sér saman um, að taka annað mál, endr- ■fœð'inguna. til meðferðar við hinar eigirdegu trúmálaumrœður á kirkjuþinginu. Missíónar-máliff var þá samkvæmt dagskránni tekið til umrœðu. Kœður manna gengu einkum út á það,að gefa þinginu upplýsing um missíónar- starfsemina á hinu liðna ári og þörfina á áframhaldi þcss verks. í viðbót við það, sem forseti hafði tekið fram í ársskýrslu sinni, skýrði hann frá, að nokkrir menn í Alftavatns-nýlendu hefði afhent hr. ilunólfi Marteinssyni slcrá yfir fjárloforð að upphæð $23.50 til handa kirkjufélaginu, er borgast skyldi í haust, sem vott þess, að þeir væri kirkjufélaginu þakklátir fyrir missíónar- verk það, er í þeirri byggð hefir framlcvæmt verið Forseti las og upp bréf frá manni einum í Spanish Fork, Utah, þar sem mælzt er til, að kirkjufélagið, ef því er unnt, hjálpi söfnuði ís- lendinga þar um prestsþjónustu. Sá söfnuðr heyrir til General Council, en hefir verið að mestu prestjijónustulaus síðan séra

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.