Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.08.1898, Qupperneq 14

Sameiningin - 01.08.1898, Qupperneq 14
—78— í‘rá hinum sjö bandalögum, sem þegar eru bjá oss mynduð, myndi á fundi þessum mœta 15 kjörnir erindsrekar. Grundvallarlagabreyting. það, sem í þetta skifti þótti réttara að breyta í grundvallar- lögum kirkjufélagsins, var fyrst og fremst ákvæðið í 8. grein- inni um „almennu umrœðurnar“ á kirkjuþingi. Og var tillaga borin fram um að sleppa því ákvæði úr lögunum og þannig láta þessar umrœður alveg falla burt. En svo fannst sumum þing- mönnum og, að ýms atriði önnur væri í grundvallarlögunum, er betr ætti við að stœði í aukalögum. Og með tilliti til þessa var tillaga borin fram og samþykkt um það, að nefnd væri sett til þess að yfirfara grundvallarlögin í heild sinni og seinna á þingi þessu að benda á œskilegar breytingar á þeim. í þá nefnd voru kvaddir þeir Skafti Arason, Magnús Pálsson og Björn Jónsson. Grundvallarlög kirkjufélagsins í síðustu útgáfu þeirra standa í Október-nr.i „Sam.“ 1897. Bindindisprédikan var mál það, er næst var tekið fyrir. Menn voru því blynntir, sem síðasta kirkjuþing og mælti með samkvæmt áskoran frá W. G. T. U. („hinu kristilega kvenfélagi til stuðnings bindindi'-), að prestar í prédikunum sínum vekti athygli safnaða sinna á bindindismálinu einn sunnudag á árinu. En af ástœðu þeirri, sem fram er tekin í ársskýrslu forseta, þótti ekki rétt, að velja til þess fjórða sunnudag í Nóvember, sökum þess, að sá sunnu- dagr er í flestum árum sérstakr merkisdagr í kirkju vorri, nefni- lega 1. sunnudagr í aðventu, upphafsdagr kirkjuársins. Tillaga var því borin fram og samþykkt um það, að forseta kirkjufé- lagsins væri falið, að tiltaka daginn og kunngjöra prestunum í tœka tíð. Samfara þessari ályktan kom frá einum þingmanni fram ósk um það, að nú í ár væri dagrinn valinn fyrir þann tíma, er atkvæðagreiðsla fer fram um vínsölubannið í Canada. 6. fundr, sama dag, kl. 8.80—10.15 e. m. Fyrirlestr með fyrirsögninni Quo vadis ? (þ. e.: Hvert fer þú ?) flutti sera Friðrik J. Bergmann á þessum kvöldfundi. Annað fór ekki fram á fundinum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.