Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 9
5 Passíusálmarnir. Á langaföstu ætti allt kristiö fólk af þjóöflokki vorum aö liafa um hönd passíusálma Hallgríms Pétrssonar; þvi að næst biblíunni sjálfri er það bezta guðsorðabókin, sem vér íslending- ar eigum til á vorri tungu. Á íslandi mun kynslóð síðasta mannsaldrs til stórra muna hafa afvanizt því að nota sér passíu- sálmana eins og áðr tíðkaðist almennt. Og um það er oss kunnugt, að sumir hinna yngri íslenzku presta þekkja þennan gimstein i bókmenntum vorum ekki nema að hörmulega litlu leyti. Það stendr vafalaust í sambandi við útbreiðslu ‘nýju guð- frœðinnar’ þar heima meðal hinna kirkjulegu leiðtoga nú á síð- ari árum. Hvorttveggja hefir orðið íslenzku trúarlífi til tjóns. Passíusálmarnir með hinum ósvikna, andheita og sterka kristin- dómi, sem þar er hvervetna ráðandi, þurfa endilega að koma.st aftr í þann tignar-sess í almennings-meðvitund íslendinga, sem Þeir áðr höfðu. Hin upprennandi kynslóð vor þarf að verða þeim vel handgengin, læra þá að meira eða minna leyti utan aö og láta sér þykja hjartanlega vænt um þá. Það eitt út af fyrir sig myndi verða þjóðinni vörn gegn hinum vatnsblandaða krist- indórni hinna ‘nýju’ kenninga. Hvað eftir annað hefir í seinni tíð á trúarsamtalsfundum í söfnuðum kirkjufélags vors hér vestra verið rœtt um „heimilis- guðsþ jónustur“ og nauðsyn þess að koma þeim á þar sem slík- ar guðrœkilegar iðkanir ekki hafa tíðkazt að undanförnu. Al- inennt hefir því nauðsynjamáli verið tekið mjög vel. En i því sambandi hefir þó jafnframt verið bent á ýmsa örðugleika, þar a meðal þann, að vér ættum svo lítið af guðsorðabókum á vorri tungu, er vel væri hentugar til þannig lagaðrar notkunar, eftir því sem nú stendr á fyrir öllum þorra fólks vors hér í landi. Því verðr víst ekki heldr neitað, að lang-flestar gömlu íslenzku guðsorðabœkrnar, sem fólk vort hefir áðr notað til „húslestra“, hljóta nú að teljast úreltar. En passíusálmarnir eru ekki í þeim hópi. í þessu efni geta þeir orðið oss að fullkomnum notum enn. Öllum öðrum íslenzkum guðsorðabókum fremr hefir þetta dýrmæta sálmaverk stutt að því að halda uppi hjá kristnum ís-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.