Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 27

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 27
23 cins tveir djáknar. Samkvæmt tillögu frá nefndinni síöastl. ár var þremr djáknum bœtt viö. Sú nefnd festi upp fátœkrakassa í fordyri kirkjunnar. N. S. Th. FRA ARGYLE. Eins og minnzt var á í síöasta blaði var trúmálafundr haldinn í Argyle-byggð 14. Febrúar sl., og var umrœðuefnið fcimingar-undirbúningrinn og fermingin, og hóf séra N. Stgr. Þorláksson þær umrœður. Á þeim fundi var að loknum um- rœðunum af hvötum bandalagsins minnzt á hallœriS, jem nú stendr yhr í Japan, og skyldu kristnu þjóðanna til að sýna í verkinu bróðurhug sinn og kristilegan kærleika með því að hjálpa hinu bágstadda fólki. — Var meðal annars bent á það, að nú sém stendr væri varla unnt að reka áhrifameira trúboð i Jap- ali með öðru én því, að gefa af kristilegum kærleik hinu sár- imngraða fólki brauð. Fundrinn samþykkti í einu hljóði, að tekin skyldi samskot meðal safnaðarfólksins í því skyni, og var þriggja manna nefnd kösin til þess að standa fyrir þeim sam- skotum; voru í þá nefnd settir Friðjón Friðrik’sson,Árni Sveins- son og prestrinn. Samskotin urðu $62.00, og var það fé sent ritstjóra blaðsins „Christian FIerald“, i New York, sem einna fvrstr varð til þess að hvetja kristið fólk hér í álfu til að sinna þessari kærleiksskyldu og þjóðkunnr er fyrir hinn mikla áhuga sinn í kristilegri líknarstarfsemi og trúboði. Nú sem stendr er verið að breyta kirkju safnaðanna hér nokkuð að innan, og stendr til innan skamms, að vandað altari verði sett í bana. Við guðsþjónustu xi. Febr. var auglýst innganga 30 nýrra meðlima i Frelsissöfnuð, og eiga 26 þeirra heima í Baldr. Fr. H. Þessir voru kosnir fulltrúar í Fyrsta lút. söfn. i W.peg á ársfundi síðasta (í Jan.J : Jón J. Vopni fforseti), Sigurðr W. Melsteð (skrifari), Þorsteinn Þórarinsson (féhirðir), Guðjón Thomas og Jónas Jóhannesson ("hinn síðasti nýr, hinir allir endrkosnir). Djáknar úr hópi karlmanna: Guðmundr P. Þórð- arson og Halldór S. Bardal, en kvendjáknar: Hansína Ólson, Jónína Júlíus, Kristjana Albert, Guðrún Frímann og Ásdis Hin- riksson. Enn fremr var þessum konum bœtt við í djáknanefnd- ina: Oddnýju Freeman, Karolínu Dalmann og Jónu Goodman. Formaðr djáknanefndarinnar er Guðm. P. Þórðarson, skrifari H. S. Bardal, féhirðir húsfrú Hansína Ólson. Sökum heimilis- ástœðna sá húsfrú Petrina Thorláksson sér ekki annað fœrt en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.