Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 12
8 almenning víðsvegar um lönd fram yfir J>aS, sem áðr var, bæði í fornöld og á miSöldunum svo kölluöu og jafnvel enn lengra frarn. ÞaS er fyrst á átjándu öldinni öndverSri, aS mönnunv verulega lærðist sú fáránlega íþrótt aö búa til hina brennandi áfengisdrykki, sem siðan fóru meir og meir aö tíSkast, og gjöra. J;á svo ódýra, að peningaverðinu til, að allir gátu i þá náð og af ijieim neytt, hversu mikla örbirgð sem þeir á.ttu við að búa. Úr því fór að verða miklu meiri ástœða, alveg sérstök himinhróp- andi ástœða, til þess að tekið væri að reisa rönd við drykkju- skaparástríSunni og peirri margföldu bölvan og eyrnd, likam- legri og andlegri, sem þaS hafði í för með sér, er eftir henni var látið. Enda reis þá líka bráðum slík starfsemi, slík barátta, upp- í hinum kristnu menntalöndum heimsins, fyrir forgöngu ýmsra trúaðra mannvina, fyrst hér í Vestrheimi—i Bandaríkjunum— og síðan á Bretlandi; og brátt fœrSist svo hreyfingin land úr landi um alla NorSrálfuna og víðar og víðar. Einnig út yfir ís- land gekk aldan, fyrst veik, síSar merkilega og gleðilega sterk. ÁSr lá vesalings-þjóSlífinu íslenzka við að kafna algjörlega í út- hafi ofdrykkjunnar. Nú aftr á móti í pvi tilliti, aS visu ekki— Jjví miðr—algjör viðreisn, en björt viðreisnarvon. Hjá oss ís- lendingum, eins og öllum öörum þjóðum, hefir bindindisstarf- semin orSið til mikillar blessunar. Víst má þó réttilega benda þar á margan ófullkomleik. Ert í því tilliti á bindindisfélagskaprinn sammerkt við öll önnur góS félagsmál. Sjálfsagt hafa ýmsar öfugar hvatir ráðið yfir sum- um,sem meir eða minna hafa verið riðnir viS það mál meöal fólks- vors eins og líka annars fólks. En máliö er gott og blessaö eins fyrir því, og frá sjónarmiöi kristindómsins sjálfsagt aS hvetja. alla til þess aS vera þar með. Hér má minnast orða nokkurra eftir Pá.l postula í Filippí-bréfinu, þar sem hann tekr þaö fram,. aS sumir þeirra, sem á hans tíS voru að eiga viö kristiö kenni- mannsstarf, gjöri þaö ekki af hreinni hvöt, heldr af öfund og þrætugirni, og til þess aS angra hann—postulann,—„bœta“— eins og hann orSar það — „nýrri þrenging ofan á fjötra mína“. „En hvað um það?“—segir hann svo enn fremr;—„Kristr boð- ast samt á allar lundir, hvort sem það er heldr af yfirdrepskap, eðr meS hreinskilni; og af því gleSst eg, og mun framvegis gleSjast." Sama er hiklaust óhætt aS segja, að því er snertir bindindisstarfsemina meöal íslendinga í nútíðinni þrátt fyrir allt og allt, sem að henni má meS réttu finna. HvaS um þaö?‘ BindindisboSskaprinn breiöist út, vinnr nýja og nýja áhang- endr, gjörir mannfélaginu mikið gott, frelsar þaS frá rniklu illu, —eyöir margföldu böli, sem drykkjuskaprinn óhjákvæmilega:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.