Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 20

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 20
i6 vesalings-þjóöin vor íslenzka verör fyrir á svæði hinnar kristnu trúar út af öllum þessum fáránlega andatrúar-hringlanda. Hr. K. H. kemr meö álitlegt registr yfir bcekr, sem ritaöar hafa veriö í ýmsum löndum um þetta uppáhaldsmál hans, því til stuðnings aS sjálfsögSu,—nokkurskonar andatrúar-opinberunarbœkr. Og óðar fara aSrir þar í höfuSstaS fslands, sem hlynntir eru ný- mælunum, aS flagga meS þeim stóru nöfnum, er þeir annars aö sjálfsögSu alls ekkert þekkja. AlþýSa á að trúa því, aö allr hinn menntaSi heimr sé meS „vísindum“ þessum. Nákvæmlega sama aSferðin og talsmenn biblíu-'kritikarinnar’ þar á, Islandi liafa áSr viShaft því máli til stuSnings. „Nýtt kirkjublaS“ frœðir oss um það, að áör en hin á- minnzta grein eftir hr. E. H. birtist i „Fjallkonunni“ hafi hann veriS búinn að rita enn meira urn sama efni í síöasta hefti „Skírnis“ frá síöasta ári. Sú grein er nefnd „Trú og sannanir“. En það „Skirnis“-hefti er ókomiS hingaS vestr, og kemr líklega ækki fyrr en langt er liðið fram á þetta ár, samkvæmt því, er tíökast meS útsending Bókmenntafélags-ritanna. Út af hvorum- tveggja greinunum fer svo „KirkjublaSiS“ aS rœða málið í rit- stjórnargrein, sem hefir til fyrirsagnar „Kristindómrinn og andatrúin“. En aS eins upphafsþáttr þeirrar ritgjörðar er enn kominn. Hver veit nema þetta verði til þess að fariS verði aö hreyfa viS andatrúar-farganinu á syriodus, sem engum þótti í mál takanda á síðastliSnu ári, nú eftir aS svo er komiS, að stór Jhluti þjóSar vorrar er að verða œrðr af speki þessari á líkan hátt og samverska þjóðin forSum út af fjölkynngi Símonar :gamla galdramanns samkvæmt því, er frá, er sagt í 8. kap. i Postulanna gjörningum. , Á Englandi var kona nokkur fvrir skömmu aS flytja fyrir- lestra á móti kristinni trú. En er hún á einum slíkum mannfundi hafSi lokiS máli sínu, stóö upp einn af tilheyrendunum, verka- maSr í mylnu þar i bœnum, og sagði: „Mig langar til að leggja •eina spurning fyrir fyrirlesarann. Fyrir þrjátíu árum var ■eg bölvan bœjar þessa og alls fólks, sem hér átti heima. Eg reyndi til aS betra mig, en sú tilraun misheppnaðist. Bindind- ismenn náðu haldi á mér og komu mér til að vinna bindindis- heit, en eg braut það. Lögreglan lét taka mig fastan og setja mig í fangelsi. FangaverSirnir leituðust við að gjöra mig aS hetra manni, en eg tók að drekka jafnskjótt og mér var aftr sleppt út. Þá er allar aörar tilraunir höfðu orðið árangrslausar, sneri eg mér til Krists og tók trú á hann sem frelsara minn, og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.