Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 31
27 íslandi. Og viS íslendingar höfum heldur ekki veriS svo ríkir, aS viS höfum haft efni á aS kaupa mikiS af gimsteinum. ViS eigum J)ó þaS, sem kalla má gimsteina og meira virSi er en nokkrir vanalegir gimsteinar. Og viS fluttum þaS meS okkur aS heiman hingaS í nýju heimkynnin okkar. ÞiS þurfiS aS læra aS þeklija þaS, börn, og læra aS meta jjaö og láta ykkur þykja vænt um þaS. Þá líka um leiS læra aS láta ykkur þykja vænt um gamla landiS, ísland, og íslenzku þjóSina, þjóSina ykkar, sem á í eigu sinni gimsteina og vill láta ykkur eiga þá og njóta þeirra. Eg bendi ykkur nú á einn slíkan gimstein, sem viS íslend- ingar eigum og fluttum meS okkur aS lieiman. ViS megum ekki gleyma honum. Ekki láta hann liggja niSri í skúffu eSa uppi á hillu og láta koma ryk á hann, heldur færa okkur hann í nyt og láta hann verSa okkur til blessunar. Þá geymum viS hann vel. Eitt gott viS þennan girnstein er þaS, aS þó hann sé dýr- mætur, þá er hann ekki dýr, Svo þó aS viS höfum ekki efni á aS kaupa dýru gimsteinana, sem fólk setur utan á sig; þá höfum viS þó öll efni á aS kaupa þenhan ódýra, en þó dýrmæta gim- stein, sem prýtt getur okkar innra mann, hjartaS okkar, ef viS færum okkur hann í nyt eins og á aS gera. Þessi gimsteinn eru nú, börnin min, Passíusálmarnir okkar. MaSurinn, sem samdi þá og söng þá fyrst og gaf okkur íslend- ingum þá til þess aS lesa og syngja, hét Hallgrímur Pétursson. HafiS þiS ekki öll heyrt talaS um hann? Hann var prestur á íslandi fyrir mörgum mörgum árum síSan. Hann dó 1674. Hann var fátækur, en átti orS, sem geröi hann ríkan. Og hann hefur gert margan ríkan. AuSurinn hans var trúin á drottin okkar og frelsara Jesúm Krist og kœrleikinn til hans. Og þenn- an auS eignaSist liann meS því aS hugsa um pínu og dauöa Jesú. Hann sá þar allra skýrast kærleika Jesú til hans og allra manna. Og hann trúSi á þennan kærleika og elskaSi svo Jes- úm. GuS hafSi líka gefiS honum gáfuna til þess aS yrkja. Hann var skáld. Og svo söng hann um þennan kærleika, sem liann þekti sjálfur og átti, meö þessum sálmum sinum, Passíu- sálmunum. Og hann hefur sungiS þennan kærleika inn í margra margra hjörtu meS þessum sálmum. Þess vegna hefur hann auögaS svo margan íslending meS þeim. Og þess vegna þykir svo mörgum íslending vænt um þá. Sálmarnir eru út af píslarsögu frelsarans og vegna þess eru þeir kallaöir passíu- ("eða píslar-) sálmar. ÞaS hefur veriS siS- ur hjá okkur íslendingum—fallegur siSur—, aS lesa þá og syngja sérstaklega á föstunni; því á föstunni, sjö vikunum næstu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.