Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 19
i5 tvö slík tungumál og getr beitt þeim jöfnum höndum, sé meö tilliti til menningar og bjargræöis miklu betr sett en annaö fólk, stm að eins getr notaö sér eitt tungumál. í öllu þessu er mikill lærdómr fyrir oss Vestr-íslendinga. Þaö ætti aö styrkja oss í þeirri sannfœring, að vér getum hœg- lega varöveitt vora eigin tungu—íslenzkuna—samfara því aö læra betr og betr hina ensku tungu. Þaö ætti að gefa öllu fólki voru hér nýja hvöt til þess aö leggja verulega rœkt viö hina kæru og. virðulegu tungu feöra vorra og mœðra. Aftr og aftr hefir því að undanförnu verið fleygt fram, ýrnist úr van- trúaráttinni, ýmist úr kirkjulegri átt, aö íslenzkan hlyti innan skamms að deyja út meðal fólks vors hér í landi, enda væri hún oss aö eins til trafala; hún væri þröskuldr á, framfaraleið vorri hér. Þetta hvorttveggja er fráleitasta villukenning, og hana þorf hið bráðasta aö kveða niör. Tíðindin um þjóðernishreyf- inguna meðal íra ætti sannarlega að geta hjálpað til þess. Andatniar-ólætiii á íslandi. Ándatrúin er að veröa meir en lítið mögnuð í „Fjallkon- unní“. Ritstjórinn, hr. Einar Fljörleifsson, kemr í Janúar með nýtt erindi um hin „dularfullu fyrirbrigði“, er liann nefnir svo,. minnist enn á rannsóknirnar á því svæði, sem kváðu nú vera orðnar útbreiddar um land allt. Úr einni sýslu segir hann t. a. m. að skrifaö 'sé, aö „smiðir hafi þar ekki undan að smíða borö, sem ætluð eru til tilrauna.“ Enda gjörir hann hisprslaust oghá- tíðlega þessa játning: „I mínum augum er meira vert um þettti niál en nokkurt annað mál mannkynsins.“ Og viö rannsóknir þeirra félaga þar í höfuðstaðnum á að hafa fengizt fullvissa um, að þar sé einn maðr, sem gœddr sé svo mögnuðum hœfileik til sambands við anda framliðinna manna, að líklegr sé til að verða „einn af hinum tilkomumestu og frægustu miðlum veraldarinn- ar“. Og meðfram víst út af þessu er því haldið frarn, að „ekki sé ástœðulaust að gjöra sér í hugarlund, að miðilshœfileikinn sé ríkari hér á landi en annarsstaðar“. Þessi væntanlega niðr- staða hinna „vísindalegu rannsókna“ ætti þá að glœða þá trú hjá mörgum, að íslendingar sé að eðlisfari flestum eöa öllum öðrum heimsins þjóðum meiri, og minnkar þá ekki hinn þjóö- ernislegi vindbelgingr vor á meðal. Augsýnilega styör og anda- trúin ekki litið framför iðnaðarins í landinu, ef sagan um borða- smíðið mikla þar heima er ekki æfintýri eitt. En allr sá gróöi fyrir landið vegr ekki upp á móti því stórkostlega tjóni, sem

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.