Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 13
9 liefir í för meö sér hvervetna þar sem hann viögengst. Og af jþví hljótum vér allir i Jesú nafni að gleöjast. En þó aö mikiö sé þegar að gjört, þá er enn í þeim efnum mikið ógjört. Málið má aldrei niðr falla. Málið þarf aðhlynningar framvegis af öllu góðu fólki, og sérstaklega af þeim, konum jafnt sem körlum, sem ganga með hreina og lifandi kristna trú í hjörtum sínurn. Því það, sem nú fremr öllu öðru skortir í bindindisstarfseminni víðast hvar, og vissulega engu síðr rneðal íslendinga en annars fólks, er það, að henni sé haldið á grundvelli kristindómsins, að hún sé leidd í anda Jesú Krists. Og þá ríðr að sjálfsögðu ekki ■að eins á því, að sem flestir kristnir menn sé með bindindismál- inu, heldr líka á því, að þeir nái á, því sem allra beztri og full- komnastri þekking í ljósi guðs orðs eða kristindómsopinberun- arinnar, svo að þeir geti bœgt burt þaðan öllum ósannindum og óheilsusamlegum öfgum, og þá jafnframt varnað þvi að bind- iudisfélagskaprinn verði nokkurn tíma notaðr i þjónustu hins vonda. Hin eina alsanna og kristilega undirstaða bindindismálsins er að einu leyti trúarmeðvitund einstaklingsins um það, að hann er skapaðr i guðs rnynd, um hina há,u og himnesku köllun sína frá guði til þess að vera barnið hans, og jafnframt til að vera musteri anda hans, heilags anda, að hann verðr vel og vandlega að vaka yfir því musteri, má með engu móti skemma það, saurga það, vanhelga það. En annars vegar er hin rétta og kristilega undirstaða bindindismálsins sú, er þannig er orðuð af Páli post- ula í r. Kor. 8, 13: „Ef eg með nautninni hneyksla bróður minn, skal eg aldrei að eilífu kjöt eta, svo eg ekki hneyksh hann.‘£ Vist er um það, að sumir rnenn eru einnig á vorri tíð svo sterkir, hafa svo mikið vald yfir sjálfum sér, að þeir þurfa ekki að skemma sig, ekki að saurga eða vanhelga hið persónu- lega heilags anda musteri sitt, á því aö neyta víns eða annarra áfengra og enn þá sterkari drykkja, við og við, ef þeir að eins gjöra það í liófi. Og þótt það reyndar sé hæpið, þá rná þó vel svo verða, að þeir freistist aldrei í því tilliti til óhófs. Fyrir sjálfa sig ætti þeir þá ekki að þurfa að þvertaka fyrir alla slíka nautn, eða að vera í algjöru bindindi. En þá kemr hin siðar- nefnda ástœða bindindisnauðsynarinnar til greina. Ef þeir hugsa um hina mörgu þekktu og óþekktu veikari brœðr sína, sem ekki að eins líkindi eru fyrir að falla rnuni fyrir drykkju- skaparástríðunni, sé þeim ekki með dœmi og annarri hjálp hinna sterkari manna bœgt burtu frá þeirri hættu, heldr líka er vist um að ekki geti þar komizt af án annarlegrar aðstoðar,—þá ætti þeir, einmitt þessir sterku menn, að finna sig hátíðlega og ómót-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.