Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 24

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 24
20 veittist mönnum góð skemmtan, en söfnuSrinn vann um 80 dali. Milli jóla og nýárs hafði kvenfélagið, „Vonin“, hlutaveltu ásamt söng og rœöum, og gaf söfnuðinum arðinn, 50 dali. Merkar fundarályktanir! Það er allt í svo smá.um stýl, að varla er í frásögur fœranda. 15. Janúar hafði söfnuðrinn aðal- fund sinn, en vegna kulda og hreggviSris var hann miðr sóttr en skyldi. — Hið helzta, sem þar gjörðist, var kosning safnaöar- fulltrúa. Voru þeir Ivristján Jónsson, Sigfús Guðmundsson fGoodman), Jóhann Sveinsson, Gísli Eiríksson og Árni Páls- son endrkosnir. — Þ ví' næst stakk formaör upp á að byggja kirkju. Kom það flatt upp á marga, og urðu því litlar undirtekt- ir í fyrstu, en aðrir kváðu enga brýna nauösyn bera til að byggja k'rkju, þar sem ungmennafélagið gæfi söfnuöinum kost á Fensölum sínum, hinu viSunanlegasta húsi. í hœgSum sinum hélt formaðr í áttina, og svo fór að lyktum, að ráðið var, aö efna til kirkjubyggingar í Markerville-þorpi. Tveir menn voru valdir til þess að semja um viðarkaup, en fjöldi manna bauð aö draga efniviðinn ókeypis. — Söfnuðr nær yfir 35 mílna svæði frá. vestri austr til Red Deer-bœjar, svo að það eru engin tiltök að allir geti notið einnar kirkju. Helztu hvatamenn aö kirkjubyggingu í Markerville eru bœndr austan Fells, sem alls ekki geta notiö hennar, en einmitt þess vegna riðu tillögur þeirra baggamuninn, því Markerville- og Tindastóls-búar þótt- ust ekki geta krafizt þess, að kirkjan stœði í Markerville, enda þótt þar sé megniö af söfnuði. Þetta sýnir samlyndi Alberta- safnaðarmanna, en það er á því, að vér byggjum framtíð safn- aðar vors. Síðan á jólaföstu hafa nokkrir safnaðar-unglingár, flestir meö Ánni (Medicine River), komið saman tvisvar í viku og œft sálmasöng, og hefir það fyrirtœki góðar horfur. Af sunnudagsskólanum er það að segja, að hann hefir orðið fyrir hnekki viS þaö, aö húsfrú Hólmfríðr Goodman hefir verið frá honum að mestu leyti síðan síðastliðiö vor. Mest-allt sum- arið lá hún þungt haldin og hætt, sjálfsagt fyrir margra ára á- reynslu einmitt viS þau mál. Söfnuðrinn hefir átt á. bak að sjá ýmsum nýtum mönnurn. Tiltölulega margir hafa dáið, aðrir hafa flutt burtu fyrir lengri eða skemmri tíma. 17. Nóv. f. á. dó Stefán, sonr Kristins og Sigrlaugar Kristinssonar, 22 ára gamall og að ýmsu leyti afbragð ungra manna. 10. Janúar dó Halklóra Gunnarsdóttir, 73 ára að aldri, góö kristin móðir og mikilhœf kona. Fjórir synir hennar eru bœndr

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.