Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 33

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 33
29 iö ilmandi, og á greirium mínum vaxa svo ávextir, sem eru íæröir þér í höll þínaö' „Vel gert, þú dyggi þjónn“—sagSi -furstinn. Gekk hann svo út á engiö og spuröi grösin: „Hvað gerið l>ið?“ Og grösin svöruðu: „Við gefum líf okkar fyrir aðra, svo skepnurnar fái næringu." „Vel gert, þið dyggu þjónar!“—sagði furstinn. Þar næst kom hann ]>ar að sem óx lítið gæsablóm. Viö l>að sagði hann: „Hvað hefst þú að?“ „Ekkert! Ekkert!“—svaraöi gæsablómið ; — „fuglarnir geta ekki notaö mig fyrir hreiður sín; eg get ekki veitt nautpen- ingnum skjól; enga ávexti sendi eg í höll þína, og eg get ekki einu sinni verið til fóöurs fyrir skepnurnar. Alt, sem eg get, er aö vera eins gott lítið gæsablóm og mér er unt.“ En furstinn beygði sig niður og kysti gæsablómið og sagði: „Enginn er betri en þú.“ Þýð. K. K. Ó. Steinninn í veginum. (Þýtt.) Það er saga ein um konung nokkurn. Hann fór eina nótt á fætur og velti stórum steini út á veginn. Um morguninn var hann snemma á fótum. Hann langaði til að sjá, hvað fólk gerði við steininn. Þá sér hann sterkan bónda koma eftir veginum akandi i vagni með tveimur uxum fyrir. Það befði verið innan handar fyrir hann að standa við og velta steininum úr veginum. En hann fer að eins aö vandræðast út af steininum og segir: „Lítið bará á! Héma liggur þá stór steinn rétt á veginum, og enginn nennir að hafa fyrir því að velta honum burt.“ Svo ekur hann á stað og lætur steininn vera. Þá kemr hermaður gangandi, státinn og stæltur. Hann verður ekki var við steininn fyrr en hann rekur í hann fótinn og er nærri dottinn. Hann verður reiður og vonskast út af því, að fólk skuli ekki hafa tekið steininn úr veginum. En sjálfur snertir hann ekki hendi sinni við honum, heldur fer leiðar smnar. Þá kemur stór hópur af fólki, sem ekur inn í bæinn með vörur sínar. Allir kvörtuðu þeir yfir steininum í veginum, en enginn nenti að hafa fyrir því að velta steininum burt. Þessu heldur áfratn þrjár vikur. Enginn snertir steininn.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.