Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 17
J3 mál. Svo var nú viö brugöiS, að mætur þær, sem eg hafSi haft á lífinu, voru teknar aö dofna í sumum efnum. Ekki þó aö- l>vi er þaö snerti aö rœkja hinar ákveönu skyldur rnínar viö skólann, heldr meö tilliti til iþróttarinnar, bókmennta, ná.ttúr- unnar o. s. frv. Mér fór að þykja vænna um aðra, mannkyniö, almenning. Á fimmtudagskvöld prédikaöi hann um missýningar þessa lífs; á föstudagskvöld um þaö, er Nikodemus um nótt leitaöi á fund Jesú; á laugardagskvöld lagði hann út af hinum loganda hyrnirunni, sem ekki eyddist, J)ótt hann brynni; á mánudags- kvöld var prédikan hans um mennina grísku, er sögöu: „Vér viljum sjá Jesúm“, og var þar á það bent, aö þeir heföi hvorki fyrir hitt skáld, né heimspeking, né alþýöuleiðtoga, heldr þann, cr stööugt hafði lagt líf sitt fram heiminum til frelsunar. Þá var þaö samkvæmt áskoran írá, dr. Adams vini mínum, sem eg í ])ví sambandi aldrei nnin gleyma, aö eg réö þaö af meö sjálfum mér aö fylgja Ivristi eftir. Eg sagði: „Eg em maör syndúgr. Eg ern til þess búinn aö gefast upp og taka aö mér hið andlega þjónustustarf Krists.“ Köllun krossins er ekki aö eins í því fólgin að fá tilboö um syndafyrirgefning, heldr og i því aö vera kvaddr til ]>ess aö elska Krist og vinna fyrir hann. Hann hefir sagt: „Hvaö sem ])ér gjöröuö viö einn af þessum minnstu brœörum mínum, það hafiö þér mér gjört,“ Eg hefi fyrir satt, aö eitthvaö sé enn til fyrir þá, er korna um elleftu stund. Ef vér höfum anda og kærlcik Krists, ’þá veitunr vér honum þjónustu i sérhverju orði voru og sérhverri athöfn lífs vors. Allt til síöustu stundar starfaði Kristr í þjónsstööunni með lærisveinum sínum. Þá er hann síðast haföi matazt með þeim, spuröi hann Pétr hvaö eftir annað þrisvar: „Símon Jónasson! Elskar þú mig?“ og kom svo sjálfr aö eins- meö þetta svar upp á þá spurning: „Geym þú sauða minna.“ Þjóöernis-hreyfingin á Irlandi. Á írlandi er uppi mikil og merkileg þjóðernisleg hreyfing,. sem vel veröskuldar þaö, aö henni sé veitt eftirtekt af íslend- ingum, allra helzt þeim hluta fólks vors, sem heima á hér í Vestrheimi, ýmist í Canada eöa í Bandarikjunum. Hreyfing sú miðar aö því að lífga viö hina frægu forntungu hinnar írsku þjóöar, gaelsku tunguna, meöal almennings þar í heimalandinu. Dr. B. J. Brandson hér i Winnipeg er oss vitanlega eini maðr-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.