Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 30
2Ó um, eöa hvort eigi að pota fótunum í hana eöa láta hana laum- ast yfir höfuðiö. Svo tekur þaö svo langan tírna aö kornast í hverja spjörina, aö haS lítur út fyrir, aö hau verði ekki búin aö klæöa sig fyrr en um það leyti aö þau eiga að fara að hátta. En þetta er ekki fallegt. Börn eiga aö læra að vera fljót að klæða sig. En þau eiga ekki að klæða sig illa, bara einhvern veginn að komast i fötin, láta sér standa á sama, hvort þau snúa út eða inn, aftur eða fram, sitji vel eða illa. Þ.etta er líka ljótt. Börn- ir eiga að læra aö klæða sig bæði fljótt og vel. Þau börn, sem læra það, læra að gera fleira fljótt og vel. Þau læra að vera við verkið sitt, hugsa um að koma því af, og verða dugleg. En þau komast ekki upp á það að dunda við verkið sitt, hanga yfir því, aldrei ætla að komast að þvi og verða svo ónýt. Það eru svo margir, sem dunda við það, sem þeir eiga.að gera, alt að einu eins og þeir hafi enga aðra hugmynd urn tím- ann sinn en þá, að þeir eigi að eyða honum. Þeir hringsnúast í kring um verkið sitt, en gera ekki neitt, bara eyða tíma. Þeir eru einlægt að horfa á klukkuna eða spyrja, hvað klukkan sé. Og þeim finst tirninn svo leiðinlega langur. Þetta eru ónýtir menn. En því fóru þeir svona með tímann sinn? Af því þeir lærðu ekki meðan þeir voru börn að nota tímann sinn. Vöndust á það þá. að dunda og láta sér standa á sarna, hvað yrði úr tim- anum. Börnin mín! lærið þið nú að vera fljót að klæða ykkur. Dundið ekki. Munið mig um að dunda ekki við neitt, sem þiö eigið að gera. Það er svo ljótt óhræsis-dundið. Og það gerir ykkur líka ljót. En ljót megið þið ekki verða, heldur falleg. Og ykkur langar líka sjálf til þess að verða falleg. En það gerir ykkur falleg, að þið lærið að flýta ykkur, og gera það, sem þið eigið að gera, bæði fljótt og vel. Mér þykir líka svo dæmalaust gaman að fallegum börnum. Eg tala svo ekki meira við ykkur um þetta í þetta sinn. En hæti einhverju við næst. Gimsteinn. Þiö vitið líklega, börn, að dýrindis steinar eru kallaöir gim- steinar. Þó nóg sé af steinum til á íslandi, þá er þar engin gimsteina-taka. Við fluttum þvi enga gimsteina með okkur frá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.