Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 6
2 það einnig úr sögunni. ,,Fríkirkjan“, sem séra Lárus Halldórs- son tók að gefa út 1899, varö enn skammlífari. „Frœkorn“, m'áJgagn hr. Östlunds, Adventista-trúboðans á Islandi, byrjuöu ári síöar og lifa enn. „Nýtt kirkjublaö“ ]oarf enn sem komiö er varla aö nefna, því ]iaö byrjaöi ekki fyrr en meö þessu ári. Á þessum tuttugu árum, sem „Sameiningin“ hefir uppi veriö, hefir blaðiö aö nafninu ávallt haft sama ritstjóra, þótt stundum hafi aðrir menn, er hann var bilaör á heilsu eöa á ann- an hátt forfallaðr, annazt hlutverk ritstjórans. Á sínum eigiu veikleik í sambandi við þaö sérstaka verk köllunar sinnar hefir liann þreifað stööugt frá upphafi, einkum fyrir þá sök, hve á- kaflega marga og milda öröugleika hefir ávallt verið viö aö stríöa fyrir þannig lagað tímarit. Hve ervitt það muni hafa verið að halda lífinu í „Sameiningunni“ hér í hinum kirkjulega írumbýlingsskap getr öllum að nokkru leyti orðið ljóst, er þess er gætt, hve skammlíf þau urðu trúmálatímaritin tvö í Reykja- vík, „Kirkjublaðið“ og „Veröi ljós!“, með lútersku kristnina .alla á íslandi á bak viö sig- Kirkjuleg tímarit öll gátu naumast annaö en átt örðugt uppdrá.ttar meðal þjóðar vorrar á þeim tima, sem liðinn er síðan „Sameiningin“ hóf göngu sína, örð- ugra en öll önnur tímarit. Það var nokkurn veginn auðvitað fyrir 'fram, ef tekið var eftir losœðinu á svæði trúarinnar hjá svo raunalega mörgum löndum vorum og stefnu þjóðlífsins í veraldlega átt. En þvi fremr átti blað þetta við ramman reip •aö draga sem það var frá upphafi fast ákveðið í því að halda sitt strik í Jesú nafni, hversu mikið sem kœmi í bága viö rang- snúinn tíðaranda. En þótt mótstöðuöflin, sem risið liafa upp gegn blaðinu, hafi vitanlega fyrir þessa sök orðið fleiri og sterkari en annars myndi hafa orðið, þá má þó telja víst, aö einmitt fyrir hina trúarlegu stefnufestu sína hafi það; lcomizt lífs af fram á þennan dag. Á síðasta ársþingi kirkjufélagsins varð það aö samþykkt, að um leið og „Sameiningin" byrjaði tuttugasta og fyrsta ár sitt skyldi blaðið stœkkað að þriðjungi frá því, sem að undanförnu hefir verið, án þess þó aö verð þess væri hækkað, og skyldi þó barnablaðið, sem séra

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.