Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 23
19 vikum var gjörör á henni holdskurðr all-mikill. Það tókst vel, og kvað hún nú vera á góðum batavegi. Fær vonanda fvrir l>etta heilsuna aftr.“ Systir Jóhanna heyrir til móðurhúsinu lúterska i Mil- waukee. í sambandi viS ]rað er ágætr spítali. Um heilsubilan hennar hefir áðr verið getið í „Sam.“ Hefði heilsufar hennar leyft, myndi hún að likindum hafa komið til Winnipeg einmitt í J.essum mánuði samkvæmt köllun frá Fyrsta lúterska söfnuöi. Lifnar nú aftr vonin um að vér fáum að njóta þjónustu hennar, þó að enn kunni nokkuð að dragast. Myndi það verða ómet- anlegr stuðningr djáknastarfseminni í þessum söfnuði. Bókagjafir til bókasafns kirkjufélagsins: — Sigurðr And- crson, Pine Valley, Man.: Arngrímr Jónsson: Eintal sálarinn- ar, 4. útg., Hólum 1746; Nýja testamentið ('Waysenhúss-útg.), Kh. 1746. Mrs. Margrét Jakobsen, W.peg: Sú gamla Vísnabók (ím titilbl.J, Hólum 1758. (bls. 1—18 og [annar partr] 182— 280 [vantar þar fyrir aftan]). — Einar SuSfjörö, Lögberg, Sask.: Passíusálmar Hallgr. Pét. (vantar fremst, líkl. útg. frá Hólum 1722) ; Sigrhróss-hugvekjur Jóns Jónssonar, Hólum 1778; Hugvekjusálmar Jóns Hjaltalíns, Kh. 1835; Bœnakver, sem vantar framan af (Þórðar-bœnir) ; Vikusálmar eftir Guðm. Gísla Sigurðsson, Rvík 1862; Tœkifœrisrœður Tómasar Sæ- mundssonar, Viðey (án titilbl.) ; Sálmabók, Rvík 1882; Messu- söngs og sálmabók, Viðey 1825; Nýr viðbœtir við h. ev. sálma- bók, Rvik 1861. Þó að ,.Börnin“ renni nú inn í ,,Sameininguna“, verðr þó stafsetningunni á þeirri deild haldið óbreyttri frá því, sem áðr liefir verið meðan „Börnin“ voru blað út af fyrir sig. ERÁ ALBERTA. Frjáls samskot ('collections) er auðvitað sú fjársöfnunar- aðferð, sem er samboðnust kirkjufélagi voru, en í byrjun er hún viðast hvar sú erviðasta aðferðin, og ber margt til þess, sem ó- þarfi er að tína til. Þetta breytist vitanlega, þegar tilfinningin fyrir málstað festir rœtr. Vér Albertingar erum fáir og ein- angraðir, en engir auðmenn, þurfum því að halda á. liðsinni annarra þjóða nágranna; en það getum vér síðr beinlínis. Þess vegna höldum vér samkomur, sem í sjálfu sér eru fretnr mein- lausar heldr en gagnlegar. Snemma í Desember hélt söfnuðrinn skemmtisamkomu;

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.