Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 35

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 35
3i stofunni. Vindurinn livein og þaö blés í gegn um skráargötin cg undir hurðirnar. Mamma sat í stóra ruggu-stólnum með börnin sín öll i kring um sig. Villi litli, yngsta barniö, sat í kjöltu hennar, Solla á annarri stólbríkinni, Kobbi á hinni; og hölluðu sér upp að mömmu sinni, en Siggi, elsti drengurinn, sat fyrir framan hana á fótaskemli eins nærri henni og honum var unt. „Mér þykir vænt um þig, mamma!“—sagöi Solla. „Mér líka!“ „Mér líka!“ „Mér líka!“—hrópuðu öll hin í cinu hljóði hvert í kapp við annaS. „Mér þykir vænna um þig en nokkur annar getur gert, því eg er elstur. Mér hefur þótt vænst um þig lengst“ — sagSi Siggi. „Mér þykir vænst um þig, því eg er eina stúlkan þín“— sagöi Solla. „Mér þvkir svo vænt um þig, að eg vildi aS stórt bjarn- dýr elti þig, þá skyldi eg skjóta þaS“—sagSi Ivobbi. „Eg get ekki sagt, hvaS mér þykir vænt um þig“—,sagði Villi litli og lagSi handleggina um há.lsinn á mömmu sinni og kysti hana og kysti. Þá kystu öll börnin hana í einu og þau ætluðu nærri því að kæfa aumingja-mömmu i kossum og ástaratlotum. „Þykir ykkur vænt um mig, börn?“—spurSi hún. „Vitið þið eiginlega, hvaS kærleikur er?“ „Nú, kærleikur er kærleikur — eitthvað, sem rnaSur finnur til í hjartanu og lætur mann langa til að gera eitthvaö fyrir ein- livern.“ „Já, kærleikur er að gera eitthvað, ekki það, sem maður sjálfur vill,—heldur gera eitthvaö fyrir einhvern annan, máske eitthvað ervitt og óskemtilegt.“ Rétt í þessu blístraöi pósturinn fyrir utan dyrnar, og börn- in hlupu til þess aö vita, hvað hann hefði komiö með. „Það er bréf til mín“—sagði mamma, og opnaði 'þaS og fór að lesa. „Eg þarf að skrifa og svara því undir eins, svo aS það geti komist meS kvöldpóstinum. Hvert ykkar vill fara meö bréf fyrir mig í póstkassann ?“ Siggi leit út um gluggann. Vatnsstígvélin hans voru uppi á lofti. Æ, hann átti eftir fimm reikningsdæmi. Því gat ekki bréfið beSiö til morguns? Hann gat farið meS það um leiS og liann færi á skólann. Kobbi leit líka út um gluggann. Úh! En þaö myrkur! Ekki vildi hann vera einn úti í öðru eins myrkri. Hann var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.