Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 18
14 inn, sem nokkuð hefir frœtt íslendinga um það efni. Hann gjörSi það í bréfum nokkrum, sem hann sendi „Lögbergi“, þeg- ar hann fyrir 2—3 árum á ferS sinni um NorSrálfuna ásamt fé- laga sínum dr. Ólafi Björnssyni dvaldi á írlandi. Gat hann þar meðal annars um að í því Iandi hefði nýlega verið myndað félag eitt, sem sett hefði sér þetta markmið, og aö árangrinn af því félagsfyrirtœki væri þegar orðinn furðulega mikill. Félag það nefnist The Gaelic League (hið gaelska bandalagj, og eru nú tólf ár liðin frá því, að það varð til. Sá, sem gekkst fyrir mynd- an þess og enn er þar fremsti leiðtoginn, er dr. Douglas Hyde. Hefir hann á síðasta missiri verið á ferð hérna megin Atlanzhafs og flutt fyrirlestra um málefni það, sem félagið er lífið og sálin í, á ýmsum stöðum í Bandaríkjunum austr frá. Þvi vita menn nú hér í Vestrheimi miklu meira um þessa kyrrlátu bylting í þjóðlífi íra en áðr. Það var í Dýflinni, höfuðstað írlands, að félagið bvrjaði, og voru þá í því að eins fimm menn. Nú kvað tala félagsmanna vera hundrað þúsundir. Þegar félagið hófst, var kennsla veitt í þjóðtungu íra í svo sem fimm skólum. Sex árum síðar var hún kennd þar í 105 skólum, en nú eru skólarnir, sem veita slíka tilsögn, þrjár þúsundir; en alls eru írskir skólar 10 þús- undir að tölu. Dr. Hyde segir, að það fólk, sem nú leggr stund á tungu og sögu feðranna, þar á írlandi, geti víst ekki færra verið en fjórðungr af milíón. Fyrir fám árum var sjaldgæít mjög að hitta írska bók, en nú líðr naumast svo nokkur vika, að ekki komi út ný bók á þeirri tungu, og eintaka-tala rita, sem út eru gefin árlega af bandalagi hinna írsku þjóðvina, kvað vera milli 200 og 300 þúsunda. Almennt var fvrir fám árum þekking á irskri tungu einskis metin; en nú eru þess engin tiltök fyrir neinn, sem ekki er vel að sér í írsku, að komast í neina opinbera embættisstöðu, sem bœjarstjórnir Dýflinnar og annarra hinna stœrri borga hafa umráð vfir. Samfara því, er bókmenntirnar írsku hafa svo aö kalla endrfœðzt með hinni miklu þjóðernislegu hreyfing, er og á sama tíma og af sömu orsök risinn upp þar í frlandi margvís- legr nýr iðnaðr, einnig ýmislegar innlendar írskar íþróttir, og hefir hvorttveggja mikil og víðtœk álirif á verzlunarlíf landsins. Alls ekki er það tilgangr hreyfingarinnar aö aftra því að hin upprennandi kynslóð íra læri enska tungu, heldr er það markmiðið, sem að er stefnt, að þjóðin öll verði talandi, lesandi og skrifandi á tveim tungum, írsku eða gaelsku og ensku. Og því er nú sterklega haldið fram út af þessari merkilegu tilraun fra, sem virðist heppnast svo ágætlega, að það fólk, sem kann

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.