Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 34

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 34
30 Þá kallar konungurínn fólkið saman að steininum og segir: „Vinir mínir! Fyrir þrem vikum síðan velti eg sjálfur steiní þessum út á veginn. Og iþennan tíma hef eg tekiö eftir því, a8 öilum, sem um veginn hafa farið, hefur sárnað að sjá steininn í veginum, og þeir hafa vonskast við aðra út af því, að enginn skyldi taka hann burt. En enginn hefur nent að gera það. Nú ætla eg að gera það sjálfur.“ Að þessu búnu veltir hann steininum út af veginum. En sjá! Undir steininum liggur peningapyngja og stendur þetta skrifað á hana: „Handa þeim, sem veltir burtu steininum.“ Konungurinn opnar pyngjuna og eru í henni 20 gullpeningar og fagur gullhringur. En hvað fólki sá.rnaði það nú, að það skyldi ekki hafa tekið steininn burt! Bóndinn og hermaðurinn, sem líka voru þarna viðstaddir, og allir hinir, sem farið höfðu fram hjá, vildu nú gjarnan fá launin. En — þcir höfðu ekki unnið til þeirra. Þeir höfðu ekki nent að velta steininum úr veginum. Höfðu ekki riljað leggja það á sig til gagns fyrir almenning. Kœru börn! Það eru margskonar steinar til. Þeir liggja í vegi fyrir okkur og í vegi fyrir öðrum. Og það er fjársjóður fólginn undir hverjum steini. Og því stærri sem hver steinn er og því meira sem þið þurfið á ykkur að reyna við hann, þvi stærri verður fjársjóðurinn, sem þið eignist. Gangið ekki fram hjá steinunum, þótt þeir sýnist stórir. Verðið ekki vond út af þvi, að þeir sé í veginum. Látið þá ekki liggja, þó það kosti ykkur áreynslu að eiga við þá eða þó yklcur finnist, að öðrum sé mest þægðin i þvi, að þeir sé teknir burt. Segið ekki: „7E, eg nenni ekki að eiga við þá! Aðrir geta gert það.“ Þið græðið á því að eiga við þá og velta þeim úr vegi. Munið, að fjársjóður liggur undir þeim. Guð hefur lagt fjár- sjóð undir hvern stein, sem hann vill þið eigið við og veltið úr vegi. Hverjir eru svo steinarnir? Og hver er fjársjóðurinn Hvert ykkar getur sagt mér það? Eg ætla að byðja ykkur að sc-gja mér það skriflega. Því barni, sem leysir bezt úr spurn- ingunni, verða gefin einhver verðlaun. En greinileg utanáskrift og aldur þess, sem sendir úrlausnina, þarf að fylgja með. Hverju þeirra þótti vænt umirömmu sína? fÞýtt.; Sólin var gengin undir og það var farið að dimma í setu-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.