Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 11
7 unglingunum veitast, ef fariö væri almennt hjá oss aö nota passíusálmana eins og nú hefir verið bent til — í söfnuðunum og á heimilunum. Og surnt, sem þar er unglingum óskiljanlegt meðan þeir eru sálmunum ókunnugir, myndi jafnvel nærri þvi cins og af sjálfu sér innan skamms verða þeim skiljanlegt viö ]rað, er þeir fœri iðulega að hafa guðsorðabók þessa um hönd ásarnt með fullorðna fóikinu. En annars ættum vér sem fyrst að fá nýja útgáfu af passíusálmunum, par sem gefin væri skýr- ing neðanmáls |á öllurn þeim orðum og orðatiltœkjum, sem nú eru almenningi orðin torskilin eða ef til vill með öllu óskiljanleg. Bindindi. 7. Orðið bindindi táknar það andlega og líkamlega ástand, sem maðrinn er í, þegar hann hefir vald yfir sjálfum sér, heldr g'irndum sínum og ástríðum i skefjum, er herra yfir hinurn lægri fýsnum sínurn, hefir taumhald á þeirn, bindr þær og þar með sjáifan sig með fúsum og frjálsum vilja. Slíkr rnaðr er í bind- indi og rná því réttilega kallast bindindismaðr. Og naumast þarf að talca það fram, að guðs orð, kristindómrinn, hvetr alla til sliks bindindis, og að markmið kristinnar trúar er að allir verði bindindismenn í þessari víðtœku merking orðsins. í þessum skilningi gjörir Jesús Kristr alla, sem á hann trúa í hjartans dýpstu alvöru og fyllilega njóta upplýsingar hins heil- laga anda hans, að bindindismönnum. En svo sem kunnugt er hefir orðið bindindi lika fengið aðra sérstaka og rniklu þrengri merking. Og sú þrengri merking orðsins er engu síðr góð og gild, guðs orði samkvæm og algjör- lega kristileg. Þar er vitanlega um það að rœða, að menn sé herrar yfir sjálfum sér andspænis nautn allra œsandi og áfengra drykkja. Þeir, sem halda sér með öllu frá slíkri nautn, eru að því leyti í bindindi. Og nú á tíðum er vanalega þetta eitt nefnt því nafni — bindindi. Það var í alla staði eðlilegt, að orðið fengi þessa sérstöku og þrengri merking, bæði fyrir þá sök, að drykkjuskapr setr allt í œsing og uppnám í manninum, gjörir girndirnar allar í eðli hans taumlausar, villtar, óðar,—tekr frá honum vitið og viljann og máttinn til þess að stjórna sjálfum sér, eða að minnsta kosti lamar allt þetta stórvægilega og grát- lega. En líka fyrir þá sök, að á seinni tíðum hafa tœkifœrin og freistingarnar til drykkjuskapar svo hræðilega mikið vaxið fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.