Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.03.1906, Blaðsíða 7
3 N. Steingrimr Þorláksson stýrir, fylgja mcö ókeypis eins og áðr. Póststjórnin leyfir nú ekki lengr, að það fylgiblaö (,,Börnin“) komi út sérstakt, og voru þá einu urræðin að láta það renna inn í „Sameininguna“ og verða sérstök deilcl í henni, aftast i hverju tölublaði hennar. Þannig verðr þá hvert númer „Sameiningarinnar" hér eftir, fyrst um sinn að minnsta kosti, heilar tvær arkir, eða réttum helmingi stœrra en áðr var. Og má það, að vöxtunum til, heita stórkostleg framför, sem vænta má, þegar hugsað er um hið lága verð, að afli blaðinu margra nýrra kaupenda. Þegar „Sameiningin“ nú, þannig stœkkuð, en með ekki hærra verði en áðr, eftir alla erviðleikana, sem henni liafa mœtt í liðnu tíðinni, byrjar tuttugasta og fyrsta aldrsár sitt, getr hún tekið sér í munn orð þau, sem höfð eru eftir Árna Oddssj'ni, er hann eitt sinn sté af baki á Þingvelli við Öxará eftir æfintýra- ferð sína utan úr Danmörk, og sagt: „Plér em eg kominn fyrir guðs náð, en ekki þina, Herlegdáð!“ -------o------- Um leið og „Sameiningin" bj'rjar 21. ár sitt skal það tekið fram, að fjárhagr blaðsins þarf endilega nú aö fœrast í lag, en til þess útheimtist að eins það, að áskrifendr allir greiöi fyrir- fram borgun sina fyrir þennan árgang eins og til er ætlazt. Og skora eg hér með sterklega á menn að gjöra það. Að öðrum kosti lendum vér í vandræðum með útgáfu blaðsins. En sé það gjört, ber blaðið sig áreiöanlega vel. Þar sem „Sameiningin" verðr nú helmingi stœrri en áðr, áti þess þó verö hennar sé neitt hið minnsta hækkað frá þvi, er ávallt hefir verið að undanförnu, þá ætti öllum að vera ljúft að verða vel við áskoran þessari og greiða áskriftargjaldið hið hráðasta. Útsölumönnum „Sameiningarinnar“ öllum sendi eg við upp- haf þessa árgangs endrskoöaðan kaupendalista, til þess þeir geti innheimt frá áskrifendum öllum það, sem þeir skulda fyrir blaðið, og ætti svo allir að hafa borgað að fullu fram að Marz- mánuði 1907 fyrir næsta kirkjuþing. Þeir, sem senda mér borgun úr Bandaríkjunum, gjöri svo vel að senda póstávísanir eða express-ávísanir, en ekki ávísanir upp á banka þar, því á þeim eru æfinleara afföll hér í Canada. JÓN J. VOPNI, féhirðir og ráðsmaðr „Sam.“

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.