Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1906, Page 29

Sameiningin - 01.11.1906, Page 29
285 umburðarlynd hvert við anna'ð. Kristinn maður ókurteis líkist milíónera, sem enga peninga hefur á sér; því gott viðmót og góð umgengni er eins og nokkurskonar smápeningar krist- ins kærleika. Ef hjarta drengs á kærleika Krists, þá verða ioreldrar hans varir við það, og bræður hans og systur hans og hesturinn hans og hundurinn hans og kötturinn hans—liver liíandi skepna, sem kemur nálægt honum. í safnaðar-skóla einum var drengja-hópur yfirheyrður úr biblíunni. „Hvað getið þiö sagt mér um Móses?“—spurði umsjónar- maðurinn. „Hann var göfugmenni"—kallaði upp fölleitur drengur, greindarlegur á svipinn, sem leit út fyrir að vera eitthvað um xi ára. „Göfugjnenni 1“—endurtók umsjónarmaðurinn, og var eins og honum brygði ögn við. „Hváð áttu við?“ Drengur svarar óðar: „Herraminn! Þegar dætur Jetró’s íóru út að brunninum, til þess að sækja vatn, þá ráku hirðarnir þær frá brunninum. En Móses hjálpaði dætrum Jetró’s og sagði við hirðana: ,Gerið þið svo vel, herrar imínir! að lofa konunum áð komast að fyrst‘.“ Þ annig geta börn lært í biblíunni ýmislegt mn fallega fram- komu í smá-atriðum ekki síður en um það, hvernig þau eigi að hegða sér í því, sem meira er í varið. BARA EINS OG EG VIL. (Xausl. þýtt.J Stúlka sagði fyrir skömmu svo eg heyrði: „Eg ætla mér ekki framar að talca sönglexíur hjá Miss H. Hún er mikils til of beimtufrek. Hún heimtar einlægt, að eg haldi höndanum bara si-sona eins og hún vill. Og hún lætur mig hafa upp aftur og aftur sanxa kaflann og sama stykkið, þangað til eg hef það rétt eins og hún segir. Þetta er alveg óþolandi. Eg ætla mér áð taka lexíur hjá Miss Brown. Það er betra að eiga við hana. Hún lofar hverjum að gera eins og honum líkar, og er ekki aö ónotast við hann, þó hann hafi ekki lært lexíuna sína. “ Haldið þið, að þessi stúlka verði nokkurn tima m’ikil söng- kona—eða læri yfir höfuð nokkuð í sönglist? Kunningjakona mtn ein sagði við ntig hérna um daginn: „Eg vil ekki læra hjá Miss Hart. Hún er einlægt að setja út á íyrir mér. Eg stenst það ekki. Eg er alteins skynsöm og hún."

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.