Lífið - 01.01.1936, Síða 8
4
LÍFIÐ
Konurnar, miklu fjölmennari en karlarnir,
vegna stórrar mergðar ambátta, voru álitlegri.
Þær voru beinvaxnar, höfuðsmáar, nefið beint,
augun stór, munnurinn líkur og á konum í Cauka-
sus, hörundsliturinn ljósgulur. Þær voru líkt og
þær væru baðaðar í ilmvötnum. Augnahár og varir
•voru litaðar.
Konurnar önnuðust að mestu alla vinnu í þá
daga. ,,Þær eru önnum kafnar“, segir Burton, ,,við
vefstóla sína. Þær vinna dúka, einkum úr bómull.
Þær riða körfur og framleiða alls konar hluti. Þær
sækja vatn í stóran brunn og bera það í furðulega
stórum fötum. Hvar, sem þær eru á gangi í borg-
inni, eru þær með ungbörn sín í poka á bakinu.
Þær rækta aldingarða og annast alla vinnu við þá.
Þær selja ávextina og grænmetið á hinum löngu
strætum og jafnframt ýmiskonar heimilisiðnað unn-
inn af þeim sjálfum. Þetta er einskonar austrænn
basar. Munntóbaksnautnin, er þær yfirleitt geta
veitt sér, styttir þeim stundir, ásamt stöðugu
starfi; þær eru mjög iðnar“.
Drotnandi „einangruðu borgarinnar“ og íbúa
hennar var þá Ahmad soldán. Burton lýsir honum
þannig: „Hann er fölleitur og veiklulegur ungling-
ur, 25 til 26 ára að aldri, með skegghýung, gulan
hörundslit, hnyklaðar augabrýr og stór augu, sem
eins og standa út úr höfðinu". „Höllin“ var ein-
lyft, gluggalaus, bygð úr rauðum sandsteini. Hún
var ekki meira skrauthýsi en það, að nýtísku fjós
á fyrirmyndar bændabúum standa henni mjög
framar að prýði. Ahmad soldán stjórnaði af grimd