Lífið - 01.01.1936, Side 10
6
LIFIÐ
nokkrir hirðingjar hann, á leiðinni til Harar. og
voru fyllilega vantrúaðir á ágæti $líks hlutar. „Áð-
ur en hann (Burton) kemur skoti úr henni, eru
örvar okkar smognar í gegnum hann!“ Ferðalang-
urinn hleypti á sama augnabliki skoti af. Kúlan
hvein yfir höfðum þeirra. Það sló miklu felmtri á
þá. —
Harar hlaut allan sinn þrifnað af verslun.
Borgarar hennar auðguðu sig á kostnað hirðingj-
anna eða flökkumannanna. í því skyni að gera
fjárdrátt í viðskiftum auðveldari fyrir Hararmenn,
varðaði það refsingu að nota vogarskálar. Frjáls
verslun var með öllu óþekt. Soldáninn krafðist frá
16 til 30 fet segldúks af hverjum klyfjuðmn asna,
er farið var með í gegnum borgarhliðin. Asninn
varð að bera tollinn á baki sér. Af því leiddi, að
hann var svo þungt klyfjaður, að eigandinn varð
að létta undir, á leiðinni inn í borgina.
Aðalútflutningsvarningur Harar var sem hér
segir: Þrælar, fílabein og kaffi. Þrælanna var
þannig aflað, að þeim var rænt. Stórir flokkar
vopnaðra manna réðust, með yfirgnæfandi meiri-
hluta, á friðsamar, einangraðar smábygðir. En
hinir varnarlausu, herteknu menn voru seldir
mansali og lentu í ánauð, oft æfilangt. Þeir óálit
legustu og lélegustu, sem verslunarvara, voru not
aðir sem þjónar og ambáttir í Harar sjálfri, er.
hinir voru seldir mansali til Hejaz, Jemen og
Muscat í Arabíu.
Sjálfur soldáninn hafði einkasölu á fílabeini.
Fílana veiddu menn af Gallakynstofninum. Þeir