Lífið - 01.01.1936, Side 16

Lífið - 01.01.1936, Side 16
12 LÍFIÐ af hugrekki er mælir á andlegu jafnvægi hans. Hugrekki er máttarhugsjón lífsins. Með tilliti til þessa ber að haga öllu uppeldi. Það er mjög mikilvægt að með aðferðum sál- greiningarinnar hefir hepnast að ala upp kjark í þeim, er hörfað hafa undan vandamálum lífsins og að þroska svo hugrekki barna, að þau bugist ekki. af mótlæti, hvorki fyr né síðar. Samvinna kennara og annara uppeldisaðilja gæti verið mjög heillavænleg. En slíkri samvinnu er enn lítt á veg komið, vegna fordóma og mis- skilnings. Uppeldishugsjónin verður að geta náð til allra; að vera glögg og skiljanleg; að vera heillavænleg almennu mannfélagi. Þetta eru mjög þýðingar- mikil atriði. Þær stofnanir allar, þar sem börnun- um er skift þannig, að ógreindari börnin eru van- rækt vegna þeirra sem greindari eru, ætti að leggja niður. Það verður að taka jafnt tillit til allra, hvað sem gáfum líður. Aðalmarkmið á að vera að vekja og glæða gáfur allra barnanna og að efla hugrekki þeirra eins og frekast er unt. Uppeldishugsjónin þarf að vera mönnum fyllilega skiljanleg. Hún verður að geta samrýmst reynslu- þekkingu manna. Sálgreiningin getur oft orðið mjög til leiðbeiningar, því hún lítur á mannlífið sem mótunarviðleitni, þar sem kept er að því að leysa nokkurn veginn úr þremur viðfangsefnum mannlegs lífs; starfi, samlífi, ást. Af þeirri stað- reynd að lífið er breytiþróun, leiðir, að einungis hugrakkur maður getur gefið sig af alhuga við því.

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.