Lífið - 01.01.1936, Side 24

Lífið - 01.01.1936, Side 24
20 LÍFIÐ uppeldi barnanna. Því enda þótt arfgengi væri stundum augljós eða líkleg orsök, þá sýndu ýms atvik, smá og stór, þegar ferill barnanna var rak- inn frá því er þau fyrst mundu eftir tilveru sinni, að skort hafði skilning og árvekni og að nógsam- legrar varúðar hafði ekki verið gætt til þess að unt hefði verið að uppræta illgresið úr hugarfarinu, en hlynna svo að blómum þess góða, að þau ein hefðu borið ávöxt. Annar amerískur dómari, Brown, er hliðstæður í áliti sínu við Lindsey. Hann rannsakaði æfiferil margra afbrotamanna, og rakti mæðumein þeirra til uppeldisins, til umhverfisins á bernsku- og æskuárum. Einu sinni féll það í hans hlutskifti að verða að dæma mann, er hann hafði haft kynni af sem dreng og vissi að alist hafði upp við óholl og spillandi áhrif. Varð honum þá að orði: „Ef eg hefði verið í þínum sporum frá byrjun og þú hefðir 'verið í mínum sporum frá upphafi, væri eg nú sá seki en þú dómarinn“. Frakkneskur sálarfræðingur, Courné, tók sér fyrir hendur að rannsaka heimilisástand í stórum stíl og komst að þeirri raunsæu niðurstöðu, að um- hverfi margra heimila var þannig, að hið hug- fræðilega og siðfræðilega andrúmsloft þeirra var eitrandi. Við náin kynni af börnum sumra þeirra uppgötvaði hann leynda siðferðisgalla; hugarfarið var að sýkjast eða orðið sjúkt. Með sálgreiningar- aðferð Freuds hepnaðist honum að koma nokkrum þeirra til liðs, áður en of seint var. Gekk honum treglega að koma aðstandöndum barnanna til að

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.