Lífið - 01.01.1936, Page 28

Lífið - 01.01.1936, Page 28
LÍFIÐ Islenskur iðnoður. i. Hluíverk iðnaðarins í þjóðarbúskapnum. Horfur. Flestir munu sjá og skilja, að aðalatvinnuvegir íslensku þjóðarinnar standa ekki á traustum grundvelli, og framtíðarhorfurnar eru meira en lítið vafasamar. Hið eldra menningarástand siðaðra þjóða, sem fyrir nokkrum áratugum virtist vera búið að ná nokkurri staðfestu, er nú í upplausn á flestum svið- um, bæði andlegum og efnislegum. Sjálfstæði ein- stakra þjóða er ekki til annarsstaðar en á pappírn- um. Engin þjóð er sjálfráð gerða sinna, né getur bygt áætlanir um framtíð sína á eigin aðstæðum, og allra síst smáþjóðir eins og við íslendingar. Þær eru allar fjötraðar og flæktar saman af sýnilegum og ósýnilegum taugum. Viðskifti þjóðanna •— heimsverslunin — eru komin í þá flækju, sem eng- inn botnar í og enginn ræður við. Þetta allsherjar- öryggisleysi og úrræðaleysi er eitthvert mesta áhyggjuefni allra manna, sem láta sér ant um al- menna velferð og vilja búa í haginn fyrir komandi kynslóðir. Tillögur til úrræða, sem meirihluti get-

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.