Lífið - 01.01.1936, Page 35

Lífið - 01.01.1936, Page 35
LÍFIÐ 31 þús. tn. upp í 36 þús. tn. Rófnarækt fer heldur aftur. Ltfluttar landbúnaSarafurSir. 1881—1890 1901 1910 1930 (meðaltal) Kr......... 1.675.000 1.864.000 3.445.000 6.100.000 Á 30 árum (1901—1930) eykst verðmæti útflutn- ings úr tæpum 2 milj. kr. upp í rúmar 6 milj. kr. (Út- flutn. 1930 er hér reiknaður í gullkrónum). Því fer fjarri, að þetta séu tæmandi skýrslur um framfarir landbúnaðarins. Miklu fremur má líta á þetta sem sýnishörn. Meðal þess sem ótalið er má nefna: Húsabætur (íbúðarhús, peningshús og hlöð- ur), samgöngubætur (vegi, brýr), varanlegar jarða- bætur, innbú o. fl. o. fl. Tímarnir breytast. Verklegar framfarir í þjóðarbúskapnum hefjast uieð vexti sjávarútvegsins, sem verður lyftistöng landbúnaðarins og mentamálanna og byggir borgir. Alt kapp er lagt á að afla sem mest, selja aflann á erlendum markaði og verja andvirðinu til kaupa á erlendum varningi. Stórhugurinn og framfarakepn- in vex langt upp yfir alla forsjá. Með vaxandi at- höfnum og velmegun vex lánstraust þjóðarinnar. Það lánstraust er notað óspart. Miljónir króna eru teknar að láni — tugir miljóna. Það ,er álitið borga sig. Og öllu er óhætt um framtíðina. Framleiðsla sjáVarútvegs ()g landbúnaðar borgar Jánin — seinna.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.