Lífið - 01.01.1936, Page 36
32
LÍFIÐ
En þegar útlitið er sem bjartast og glsesilegast
fer að örla á blikubakka út við sjónhringinn, sem
hækkar smátt og smátt.
Aðrar þjóðir ,eru að breyta um búskaparlag. Þær
fara að taka upp þá stefnu, að búa sem mest að
sínu, sækja sem minst út fyrir landamærin. Mark-
aðurinn fyrir íslenskar vörur þrengist og verður
ótryggari. Lækkandi verð er reynt að bæta upp
með auknu framleiðslumagni. En þá gægist upp
ný hætta — skömtunin. Ein viðskiftaþjóðin segir:
Svona mikið skulum við kaupa af ykkur af kjöti,
og meira ekki. Önnur nefnir saltfisk — með sama
formála. Markaðurinn þrengist og verður ótrygg-
ari með hverju ári sem líður. Þjóðin er búin að
venja sig á, að kaupa ókjörin öll af þörfum sínum
frá útlöndum. Hana brestur vilja og ráðdeild til
þess að breyta frá þeirri stefnu í einum svip. Það
v.erður erfiðara með hverju ári sem líður að halda
uppi viðskiftajöfnuði við útlönd. Það getur orðið
alveg ómögulegt innan fárra ára.
, Þetta yfirvofandi öngþveiti hvetur menn til ræki-
legri íhugunar á málinu, og við það kemur margt
í ljós, sem ekki var áður athugað.
Sjávarútv.egurinn var lyftistöng þjóðarbúskapar-
ins. Um það er ekki að villast. En sjávarútvegur-
dnn var bygður á erJendum markaði. Það eru nú
allar horfur á því, að sá grundvöllur hefir ekki ver-
ið blágrýti, heldur bláís, sem getur bráðnað eða
brotnað þegar minst varir og öll hin glæsilega
bygging farið á kaf. Þetta er hvorki einstakling-