Lífið - 01.01.1936, Page 49
LÍFIÐ
45
1 raun og veru er þetta ekki annað en brella við
iðnaðinn. Hinar svonefndu iðjugreinar þurfa allar
að hafa iðnlærða menn. Það er iðnaðarmanninum
að þakka, að vélarnar geta gengið og gefið arð.
Hví skyldi þá ekki að því stefnt, að arðurinn af
vinnu vélanna lendi fr.emur hjá iðnaðarmönnum en
öðrum, sem ekkert hafa í sölurnar lagt fyrir iðnað
og engan áhuga hafa fyrir iðnaði annan en þann,
að hafa iðnaðinn að féþúfu?
Úr þessu mætti smátt og smátt bæta, ef ríki og
opinberar lánsstofnanir styrktu iðnaðarmenn öðr-
um fremur til þess að stofnsetja fjárfrek iðnaðar-
fyrirtæki.
Mörgum þykir sú stefna varhugaverð, að styrkja
innlendan iðnað með verndartollum. Út í þá sálma
verður ekki farið hér, enda virðist liggja nær að
fá breytt lögum, sem verka öfugt við tollvernd. í
núgildandi tollalögum eru ákvæði, sem ákveða toll-
álagningu á innflutt hráefni, en leyfa tollfrjáls-
an innflutning á unnum vörum úr sama hráefni.
Eg bendi aðeins á þetta sem sýnishorn af blindu
sinnuleysi löggjafanna gagnvart iðnaðinum.
Eitthvert helsta þroskaskilyrði iðnaðarins er
iðnfræðslan. Henni er enn þá mjög ábótavant hér
á landi. Iðnskólarnir, sem starfa í landinu, eru að
vísu styrktir af ríkinu. En þeir eru ekki reknir af
ríkinu, eins og fjölda margir skólar aðrir. Meðan
svo stendur, að meginkostnaður af skólahaldinu
hvílir á herðum iðnaðarmanna (meistaranna, sem
greiða skólagjald fyrir nemendur sína), er ekki
þess að vænta, að skólarnir verði annað eða meira