Lífið - 01.01.1936, Side 50

Lífið - 01.01.1936, Side 50
46 LÍFIÐ en þeir eru nú: gagnfræðaskólar að langmestu leyti. Það verður að v.era einróma krafa iðnaðar- manna, að iðnskólarnir séu teknir í tölu ríkisskóla, og auknir að raunverulegri iðnfræðslu að miklum mun, meðal annars með því, að í skólunum séu vinnu- og tilraunastofur. Önnur grein iðnfræðslunnar er bókleg fræðsla. Það er óhugsandi að við Islendingar, svo fámenn- ir sem við erum, getum komið upp fullkomnum iðnbókmentum á íslensku. Við verðum að nota út- lendar iðnfræðibækur að langmestu leyti. Hag- kvæmast í því ,efni er það, að koma á fót iðnbóka- söfnum. Á því er nú orðin hin brýnasta þörf, eink- um hér í Reykjavík, miðstöð iðnaðarins í landinu. Sá vísir að iðnbókasafni, sem við höfum hér í bæn- um, er með öllu ónógur. Landsbókasafnið, sem geymir hundruð þúsunda af bókum, á naumast nokkra nýtiiega iðnfræðabók. Þetta sinnuleysi um bókakost fyrir iðnaðinn verður að taka enda þegar í stað. Þess verður að krefjast, og fylgja þeirri kröfu eftir með oddi og egg, að bær og ríki styrki iðnbókasafnið, og iðn- aðarmenn leggi lið sitt til þess, að það geti kom- ið að tilætluðum notum. Þjóðinni er hin mesta nauðsyn, að upp komi í landinu margar nýjar iðngreinar. En okkur vant- ar þekkingu í þeim efnum. Til þess að bæta úr því eru tvær leiðir fyrir hendi, sem fara þarf, aðra hvora eða báðar: að senda menn utan til fullkom- ins iðnnáms, eða að fá inn í landið erlenda kenn-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.