Lífið - 01.01.1936, Side 56

Lífið - 01.01.1936, Side 56
52 LÍFIÐ sem landsstjóra, líða undir lok. Hefði ekki lið- styrkur Rússa verið reiðubúinn árið sem leið, er ekki annað sýnna en Tseng hershöfðingi hefði beð- ið lægra hlut í uppreisninni, sem þá geisaði í land- inu. Arabahöfðinginn Ma Chungyin stjómaði henni. Þessi náungi óð inn í Síberíu. En það varð til þess, að Rússar ,,hirtu“ hann, sendu lið hans heim aftur, en héldu honum, sem pólitískum fanga og halda honum þannig enn. Meðan þessi uppreisnarseggur er hvergi nálægur, telur Tseng hershöfðingi að öllu sé óhætt, vald hans geti ekki rýrnað né veldi hans haggast. Það er eins og Rússar hafi ól um hálsinn á Tseng hershöfðingja og teymi hann eftir vild. Þó hann vildi, myndi hann ekki dirfast annað en standa og sitja eins og þeir vilja.Og þó Sinkiang sé ekki formlega innlimuð í rússnesku ráðstjórnar- ríkin, er það algerlega viðskiftalega háð Moskva. Og það er það sem mestu varðar. Rússar hafa Sinkiang nákvæmlega eins í greip sinni eins og Nyrðri-Mongólíu, er tilheyrir Kínaveldi að eins að nafninu til. Tseng hershöfðingi sér ekki annað ráð vænna en hlýða öllum fyrirskipunum Rússa. Rússneskir sér- fræðingar hafa umsjón yfir jarðrækt Sinkiang- manna og iðnrekstri, æfa her þeirra og ,,revidera“ alla reikninga hins opinbera. Ef hr. Tseng maldaði í móinn, sem honum reyndar kemur víst ekki til hugar, yrði honum boðið upp á að bæla framvegis niður uppreisnir 1 landi sínu hjálparlaust. Ef Rússar sleptu uppreisnarforingjanum, Ma Chung-

x

Lífið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.