Lífið - 01.01.1936, Síða 61
lífið
57
þjóða.Dularfullar hugmyndir og óskiljanlegar rök-
ræðuflækjur, sem þessir herrar fóðra málstað sinn
með, gera alt félagslegt samhengi óvarurðarlegt.
Kjarni úrlausnarinnar er hulinn hýði blekking-
anna.
Á bernskuskeiði sínu (meðan guðfræði og trú-
arbrögð spentu það heljargreipum) var mannkyn-
ið á valdi draumóranna. Máttvana gegn óskiljan-
legum (þá óþektum) náttúruöflum og lögmálum
flýðu manneskjurnar veruleikann sjálfan, er þær
gátu ekkert ráðið við, sakir skorts á tækni, og
leituðu hælis í skjóli hvers konar trúar á yfir-
náttúrlega hluti, sem bauðst. Þetta verkaði róandi
á hið óþroskaða fólk og svæfði það, líkt og svefn-
meðul órólegar manneskjur, og afleiðingarnar
voru ekki síður skaðlegar. Fyrst drotna dularfullar
hugmyndir um almætti hugsananna. Akuryrkja og
staðnæmi (þegar hirðingjalífið breyttist í það, að
menn höfðu varanlega bústaði) leiðir til trúar á
náttúruna. Síðar sigra ríkistrúarbrögðin þenna á-
trúnað, sem að lokum renna inn í trúna á líf eftir
dauðann, þegar skipulag þrælahalds og ánauðar
komst í fastar skorður.
Á æskuskeiði mannkynsins (háspekitímabil-
Jnu), er hefst um sama leyti og bylting borgara-
menskunnar, vaknar skynsemiátrúnaðurinn.
Tímabil tækninnar („vélamenningin") hóf sína
sigurinnreið í mannlífið. Ekkert virtist mönnunum
ómögulegt. Með ákafa, líkt og Faust, braust tækn-
ln til meiri og meiri valda, í því skyni að leggja
Undir sig jörðina og eins og slíta hana úr tengsl-