Lífið - 01.01.1936, Side 63
LIFIÐ
59
komnar langt fram úr djörfustu áætlunum, hefir
enn ekki getað ráðið við alla hina mörgu hags-
munalegu árekstra, sem leiða af sér verkföll, þjóð-
félagsbyltingar og styrjaldir. Það er eins og alt sé
í einhvers konar upplausn. Enstöku valdræningjar
reyna að stemma stigu við framrás þróunarinnar.
En árangurslaust.
Þetta öngþveiti fær mjög á mennina og raskar
andlegu jafnvægi þeirra. Það, sem fram að þessu
var talið örugt, bregst algerlega, og hugmyndir og
skoðanir, er álitið var að grundvölluðust á ábyggi-
legri þekkingu og reynslu, skilja mannkynið eftir
í ógöngum. Alt er á reiki og ringulreið. Þegar
illa gengur er björgunar leitað úr þrengingunum í
úrlausnum liðinna tíma, þegar lífið hafði í för með
sér minni áhyggjur og óvissu. Þetta fyrirbrigði
nefnist, í nútíma sálarfræði, hnignun. Þannig birt-
ist það í heildaráhrifum sínum. Þá þjóð, sem er
umkringd af óvinum, dreymir um forna frægð —
ölvast í endurminningum jafnvel löngu liðins tíma.
Friðurinn í Versailles gerði þýsku þjóðina ánauð-
uga. En samt er „rex“ Fridericus „symbol“ betri
framtíðar.
Jafnframt því, sem frelsishugsjónunum eykst
fylgi, ber einnig á þeim mönnum, sem gefast upp,
sleppa jafnvel allri von. Þeir dáleiða sig til sjálfs-
friðunar (Selbstbeschwichtigung). Því, sem ekki
er unt að öðlast í lífinu, er best að varpa fyrir
borð. Flótti frá heiminum var kjarni hins mikla
trúarkerfis, sem kent er við Buddha. Sæla tilveru-