Lífið - 01.01.1936, Page 68

Lífið - 01.01.1936, Page 68
LÍFIÐ 64 Þá mun hvorki vera til vísindalegt né heimspeki- legt öngþveiti. Á blómaöld auðvaldsins virtust mönnum allir vegir færir. Á hnignunarstigi þessa valds er alt í óvissu og vantrausti. En það er þó ekkert vafa- mál, að í vísindum mun traustið aftur vinna á, þegar búið er að ráða fram úr vandamálum mann- félagsins, þ. e. a. s. spurningunni um skiftingu lífsgæðanna. Prof. Th. Hartvig. (þýtt). Preytandi skólalærdómur. Mér leiðist, eg nenni ekki að hýma hér, eg held þið ætliö að drekkja mér í andlausri setninga-iðu. „En sett var það fyrir“, segið þið og sitjið með kófsveittan skallan við, og lesið í belg og biðu. Þið sjáið ei mentanna sönnu lind, og svelgið því í ykkur tóman vind og flautir í huganum hrærið. Því mentunin verður ei heil eða hálf, ef hugsið þið ei eða skapið sjálf, hve margt sem þið lesið og lærið! Ö. A.

x

Lífið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lífið
https://timarit.is/publication/674

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.