Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 13
329 ,sem bágt eiga, þá er þó verkefniö svo mikiS, að verkið er aldrei nema hálfunniö. Fjöldi karlmanna og kvenna ver eigum sín- um og hœfileikum til þess að styöja á fœtr þá, sem hafa falliiS, binda hjartasár þeirra, sem syrgja, og grœöa Þá, sem liggja þjáöir af allskonar mannlegum meinum. Hugrekki og sjálfsaf- neitun miargra þessarra getr ekki annaö en vakiö aödáun allra hugsandi manna. Má þar til dœmis taka ,,föður“ Damien, sem í nærfellt þrjátíu ár starfaöi meöal líkþráu eöa holdsveiku aum- ingjanna á Hawaii eyjunum, þar til er hann aö siöustu sjálfr sýktist af hinni óttalegu plágu og andaðist þar eftir margra ára þjáningar. Þá mætti og benda á Þá tvo ungu herlækna Banda- ríkjanna, Reid og Carroll, sem fyrstir manna, fundu orsakir gulu drepsóttarinnar og sýndu jafnframt, hvernig átti aö út- rýma henni, en létu sjálfir lifið viö rannsóknir sínar. Óteljandi aðrir bafa sýnt engu minni djörfung, þegar til þess kom aö gjöra þaö, sem þeim fannst skylda sín viö brœör sína og sy.str. Þar hefir kvenfólkið ekki staðiö karlmönnunum aö baki, heldr hafa margar konur áunnið sér ódauðlegan orðstir, eins og til dœmis Florence Nightingale í Krim-stríðinu og Clara Barton í borgarastríði Bandaríkjanna. Þessar tvær konur standa einar höfði hærri en allar aörar konur, þegar um líknarstarfsemi er aö rœöa, sökum þess, hve stórkostlegt æfistarf þær hafa af hendi leyst og hvílíkt dœmi til eftirbreytni þær hafa gefið öllum mönnum. Mér sýnist þaö'ekki úr vegi, að eg fari nokkrum orö- um um aöra þessa konu, og ætla eg að minnast í fljótu bragði á hina síðarnefndu, Clara Barton, einkum fyrir þá sök, að æfi- starf hennar hefir verið víðtœkara og ef til vill haft meiri áhrif en hinnar, þótt með því sé mikiö sagt. Clara Barton er fœdd í North Oxford, Mass., árið 1830. Hún var af góöum ættum og hafði afi hennar verið undirfor- ingi í frelsisstríði Bandaríkjanna. Þegar á unga aldri stofnaði hún kvennaskóla í bœnum Elizabeth, N. -J., en varö aö hætta viö Þaö starf vegna þess að skólinn borgaöi sig ekki. Fékk hún þá stööu í einni stjórnarskrifstofunni í Washington, og var hún fyrsti kvenmaðrinn, sem slika stöðu hlaut hjá Bandaríkjastjórn- inni. Undir eins eftir aö borgarastríðið var byrjað gaf hún sig

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.