Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 35

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 35
35i honum til þess aö taka upp á þessu. Og eg slepti nú fyrst hend- inni á honum og smeygSi hendinni á mér undir dýnuna og tók út fimm dollara seöil, réiti aö honum og sagöi: ‘Eg veit, að þú átt bágt. Þetta getur hjálpað þér til þess að komast á rétta leiö aftur.’ En hann hristi höfuöiö og vildi ekki taka við honum, þangað til eg sagöi honum, að hann gæti þegiö þetta sem lán. Og um leið tók eg spjald meö utanáskrift minni upp úr buddunni og fékk honum meö peningunum, sem honum var sjáanlega rnjög ljúft að þiggja. Svo stökk eg frarn úr rúminu, greip aftur um höndina á honum og sagöi meö ó- styrkum hlátri: ‘Eg er alltént vön aö fylgja gestum mínuni til dyranna. Og hiö sama verð eg að gera við þig.’ Hann lét ekki dekstra sér, heldur fór óöar, og ætlaði sér út um bakdyrnar; því um þær hafði hann komið, eins og við kom- umst að seinna; en eg var svo hrædd um, að eg kæmi honum ekki út áður en fólkið vaknaöi, svo eg dró hann aö hliðardyr- unum nálægt herberginu mínu, dró lokuna frá og hleypti hon- um út og sagði um leið: ‘Guð blessi þig, sonur! Bænir mínar fylgja þér.’ „Nú, saga mín er þá búin, nema það—“ „Nema það, aö kjarkur hennar brást Þá“—tók Þjónustan hennar fram í; „því undir eins og hún hafði kallað um hjálp, varö hún vita máttlaus. í fyrstu héldum viö, að hana hefðí dreymt illa. En það sáust ljós merki þess, að annað var það, sem hafði komið fyrir. Og Það skal eg segja Þér, að síðan hef- ur hún verið hetja í augum allra.“ „Og þú átt það skilið, amma!“—kallaði eg, sem í fyrsta sinni heyrði söguna. „Ekki heföi einn af þúsund farið að jafn-hyggilega og þú, ef eins mikið heföi reynt á.“ ,,En eg þakka honum Það, sem aldrei hefur brugðist mér, hvernig sem á hefur staöið fvrir mér“—sagði gamla konan og þurkaði tárin, sem fyltu augun. „Og svo verður þú að fá að heyra niðurlagið á þessu óvenjulega æfintýri mínu.“ Um leið tók hún upp úr vasa sínum bréf, sem hún rétti að mér — vel ritað bréf, en dagsetningarlaust og nafnlaust. Bréf- ið hljóðaði þannig: NÝJA BLAÐIÐ. Seinna gengur með það en búist var viö. En aðal-orsökin til þess er, hvað seint hefur gengið með að safna áskrifendum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.