Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 25
34i Kristnes-söfn. fenn aö nýjuj $3, J.O.Jónsson $2, Sólheimasöfn, ("aö nýju) $1.70, Jón BorgfjörS $1, Quill Kake söfn. $50. Úr bréfi frá íslandi síðan í haust. „Miklu hefir alþing vort ungaö út af lögum í sumar. Eg ætla aö eins aS minnast ofr lítiö á kirkjumál vor, sem baö var að kara í Þetta sinn. Það fækkar prestum aS mun, liækkar laun þeirra, sem tóra eiga, og setr þá að nokkru leyti á föst laun. iÞetta á nú víst allt að vera til aS glœSa kirkjulífiS, Því allir eru samdóma um, aö þaö sé dauSans bágboriS. En ekki get eg haft trú á því, aö þetta lífgi mikiS hiö sofnaSa kirkjulíf vort. Frá mínu sjónarmiSi heföi veriS miklu réttara aS láta kirkjuna eiga sig, aðskilja ríki og kirkju, og sjá svo, hvernig fœri. MeShaldsmenn þjóSkirkjunnar segja, aS þaS væri sama sem að innleiSa heiðindóm í landið. Eg er nú ekki hræddr um þaS. Auövitaö kynni að veröa fyrst í staS íslenzkir nihilista-blettir inn,an um. En yfirleitt myndi trúarþörf manna hvetja menn til meiri starfsemi í kirkjulega átt en áSr. AS ætlan minni gæti trúarástandið varla versnaS. Menn láta auövitaS prestinn nú skíra og ferma, og jarSsyngja, af gömlum vana aS mér finnst. En kirkjurnar standa auSar og tómar flesta sunnudaga ársins, og huslestrar í heimahúsum meir og meir aS leggjast niSr. Eöa svo er þaö þar sem eg þekki bezt til. Meö þessu móti fær almenningr þaS álit, aö prestarnir sé hinir óþörfustu menn, nokkurskonar vond vana-nauSsyn, sem menn verði aS dragast meö. „Það er mikiö um þetta ástand talaö hér á landi, og hvernig eigi að rába bót á Því; því menn eru aö eg held aS finna meir og meir til þess, aS allt er ekki eins og á að vera í þessum efnum. En bótina vantar enn, hve lengi sem Þaö verðr. ------Eg hefi dálítiö minnzt á'andatrúna viö þig áSr, og hefi hallazt aö því, aS hún myndi meinlaus vera. En eg er nú aS verSa meir og meir sannfœrSr um, aS hún sé mesta rugl, sem alls ekki borgi sig aS vera aS hugsa um. Og satt aS segja hefi eg styrkzt í þeirri skoSun viS aS lesa Júliönu eftir Stead, sem Einar Hjörleifsson þýddi, — Þetta nýja evangelíum, sem þýSandi leggr aS jöfnu við guSspjöllin. Þegar eg var búin aö lesa bókina, varS eg alveg hissa á ummælum Einars, aS hann skyldi geta jafnað slíkum draum og höfuðórum saman viS guS- spjöllin."

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.