Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 31

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 31
34 7 sem er nýbyrjað — gefa betur en þið geröuð á gamla árinu. Hugsiö vel um það. SkrifiS með stóru letri: VIÐ EIGUM AÐ GFEA KÆRLEIKA. Nýárs-gjafirnar ykkar eiga þá að vera: kærleiks-hlýðni, kœrleiks-hjálp, kœrleiks-orð, kærleiks-viðmót og kærleiks-hel. Þetta eru stórar gjafir. En það er líka dýrðlegt að gefa þser. Pabbi ykkar og mamma þrá þær. Þau langar ekki i neitt eins hjá ykkur. Og svo langar systkinin ykkar líka í kærleika ykkar, og alla þá, sem þið umgangist, og miklu fleiri. Og meö engu getiS þiS glatt aSra og meS engu komiS ykkur betur. Svo aS eins eitt enn. En þaS er leyndardómur. Ekki samt leyndardómur, sem þiS megiS ekki segja öSrum. Nei. ÞaS er leyndardómurinn viS þaS aS láta áriS verSa gleöilegt ár. Eeyndardómurinn viS þaS er þetta, sem eg hef veriS aS tala viS ykkur um — að gefa kærleika sinn. Ekki gefa neitt af hinu, því ljóta og vonda. Því meira sem þiS gefiS af kærleika, Því glaSari verSiS þiS, og því glaSari verSa aðrir, og því gleSilegra verSur áriS. MuniS þá aS gefa kærleika — ekkert annaS. Og svo óska eg ykkur gleðilegt árs, og biö kærleikans guS aS styrkja ykkur til Þess aS gefa kærleika í Jesú nafni. NÝÁRS-GESTURINN HENNAR ÖMMU. Eftir Helen H. Thomas. í æsku hennar var mikill undirbúningur viShiafSur undir fyrsta dag ársins, einkum aS því er snerti búninginn; því nýársdaginn allan frá því snemma morguns var búist viS gest- nm meS nýárs-kveSjum, ef kunningjarnir voru margir, eins og átti sér staS um hana ömmu. Nú var æskan hennar löngu liSin. En eins og vant er meS aldraS fólk, þá lifSi hún mjög í liSna tímanum, og undi i'lla allri nýbreytni, sem kemur meS nýjum tímum. Þegar leiS aS árs- lokum, var hún því vön aS segja viS vini sína: „Munið, aS svo er búiS um lokuna á hurSinni minni, aS hægt er aS ljúka henni upp aö utan, nýársdaginn aS minsta kosti; Því eg er kona forn- tskjuleg og vil, aS hús mitt sé ætíS opiS fyrir öllum.“ Vegna Þess og líka vegna hins, að bæSi ungu fólki og gömlu þótti svo un'dur vænt um þessa gömlu konu, er var sí-blíð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.