Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 30

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 30
346 ‘Orö um nýárs-gjafir. En hver haldið þiö eigi aö gefa nýárs- gjafirnar, sem eg er nú sérstaklega aö hugsia um? Fyrsta sunnudaginn í árinu var eg að tala við börn um nýárs-gjafir. Þá hvíslar lítil stúlka að mömmu sinni: „Mamma! ætlaröu aö gefa mér nýárs-gjafir?“ Henni datt þaö fyrst í hug. Eg veit nú ekki, hvaö ykkur kann að detta fyrst í hug. Auðvitað er, að foreldrar gefa börnum sínum nýárs- gjafir; því þa.u eru sí og æ að gefa Þeim gjafir. Og besta og helsta gjöfin þeirra er kœrleikurinn. Þau eru einlægt að gefa börnunum kærleika sinn. Og fyrir það þykir börnunum svo undur vænt um þau. Og vænna og vænna, því betur sem þau finna ti'l þess, hvað mikinn kærleik þau eru alt af að fá. Foreldrarnir líkjast guði í þessu. Hann er alt af að gefa okk- ur kærleika. Og því betur sem við finnum til þess, því vænna þykir okkur um hann. Böm! Þið þurfið kærleiks við. Ykkur er ekki unt að lifa án hans. Sál ykkar þyrstir eftir kærleika og hún biður um hann eins og blómið biður um vökvun og sól. Hið sama gerum við, hinir fullorðnu, líka. Það er þorsti og hungur í hverri mannssál eftir kærleika. Ekkert, sem manns-sálin þráir eins og kærleika. Úr þeim þorsta og því hungri getur hún dáið. Enda deyja lang-flestir úr þeim sulti. Og Það er sárasti dauð- daginn. Guði einum er unt að koma í veg fryir það og bæta úr því til fulls. Enda vill hann gera það. Þess vegna gaf hann jóla-gjöfina sína, kærleiks-gjöfina þá. Þiað er hún, sem til fulls á að seðja hungrið í mannssálunni eftir kærleika. Viljið v>ið heyra um þetta, börnin mín góð? Þiað er ekki líkt því nóg fyrir ykkur að fá mat og föt og annað þesskonar, ef þið eigið að lifa. Ykkur ríður á kærleika foreldnanna og mannanna yfir höfuð. En um fram alt ríður ykkur lífið á kær- ieika guðs. Ykkur ríður eins á honum eins og blóminu riður á Ijósi og vökvun. Þið vitið þetta um blómið. Þið þurfiö líka að vita þetta um ykkur sjálf. En svo vill guð, sem gefur okkur kærleika sinn, að við gef- um lika kærleika. Hann vill, að við hugsum um alla þá, sem hungrar eftir kærleika. Hann vill, að við seðjum Þá — gefum þeim kærleika okkar. 'Þið þá líka, vitanlega. Þið eigið líka að gefa kærleika. Þið eigið ekki bara að Þiggja hann. Þið eigið líka að gefa hann. Og þið getið gefið kærleika. Það er alveg áreiðanlegt. Hvað fátæk sem þið eruð, þá getið þið gefið kærleika — þið getið gefið gjöfina, sem best er allra gjafa. Og þetta er Það, sem þið eigið að gefa á árinu þessu,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.