Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 22
338 sem leið, minnist hr. Gunnsteinn Eyjólfsson við íslendingafljót svo í bréfi til ritstjóra „Sam.“: „Um J>á bók er ekkert aS segja nema gott. Það má svo heita, að hún sýni bæði fróðleik og vandvirkni, hvar sem í hana er litið. Raddsetning sönglaganna er all-viða nokkuð forn; söngfrœðingar rita tæplega þannig nú á dögum. En við þessa sérstöku sálma — Passíusálmana — álít eg það eiga mjög vel við; því það er verið að sýna sönglögin sem næst þeirri mynd, er þeir hafa haft um daga séra Hallgríms Pétrssonar. Hinar ‘telcnisku’ villur, sem kóralbœkrnar eru fullar af, eru mjög fáar í þessarri bók — svo fáar, að þaö væri smámunasemi að tína þær til; maðr sér dálítiö af þeim í öllum söngbókum. Það er vonandi, að bókin fái góðar viötökur hjá Vestr-Iskndingum, þegar hún verðr sett á bókamarkaðinn.” Dálítil Etstjórnargrein um þessa einstaklegu Passíusálma- útgáfu stendr í „Sam.“ frá því í September. Árið sem leið kom út í Williamsport í Pennsylvania safn nokkurt af prédikunum á enskri tungu eftir séra Stefán Paul- son, sem þjónar lúterskri kirkju þar, tilheyrandi General Council. í safni því eru alls 24 rœður, allar stuttar og líkari því, sem á íslenzku hefir verið nefnt lmgvekjur, en venjulegum prédikunum, enda mun engin þeirra hafa verið flutt munnlega, heldr allar í letr fœrðar til þess að þær yröi lesnar. Félag eitt, er heitir Grit Publishing Co., hefir gefið rœðusafnið út. Hinn enski titill þess er: Short Sermons for Daily L,ife. Rœðurnar eru víst einkar vel lagaðar til lestrs fyrir þá, sem þær eru ætlaðar. Út í kirkjulegar sérkenningar er þar hvergi farið, en allar eru þær kristilegar; framsetningin ljós og hugs- anin þýð. Annars geta lesendr „Sam.“ gjört sér nokkuð full- komna hugmynd um prédikanasafn þetta af rœðunni einni úr Því, sem vér höfurn snúið á íslenzku og látum birtast i þessu blaði. Séra Stefán Paulson er fœddr á íslandi 6. Febrúar 1875 og fermdr vorið 1889 1 Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.