Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 18

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 18
334 'þekkingarinnar á dýrð guðs í ásjónu Jesú Krists (2. Kor. 4, 6). V Andlit Jesú frá Nazaret hlýtr aö hafa veriö mjög sérkenni- legt. Menn villtust aldrei á neinum lærisveina hans svo að heir imynduðu sér, að Kristr væri þar. Andlit hans var svo, aö hver, sem hafði séíS hann, gat ekki annaS en munað eftir því; þaS hlýtr að hafa runnið upp fyrir sálarsjón allra slíkra á kyrr- látum íhugunarstundum. Mér getr ekki hugsazt, að neinn sá, er séö hafði andlit Krists, hafi nokkru sinni gleymt því. Vinir hans gjörðu þaö vissulega ekki. Þeir menn, sem horft höfðu inn í andlit hans meðan hann var að framkvæma þaS eða það kraftaverk, gleymdu því aldrei. Og auðvitað er, að Þeir, sem persónulega höfðu orðið fyrir kraftaverkum hans, hafa aldrei gleymt kær- leikanum og meðaumkaninni, sem skein út úr ásjónu hans, er hann leit til þeirra. Símon frá Kýrene, sem gekk viS hlið Jesú og var með honum umkringdr af hinum rómversku hermönnum, og bar um stund fyrir hann kross hans á leiðinni til Golgata, gat víst aldrei gleymt því, hvernig það andlit horfði á hann. Kaí- fi>, œiSsti prestrinn, sem setiS haföi á svikráðum gegn Kristi og hafði þá heppni á endanum að geta leitt hann fram til dóms, gleymdi því aldrei. Pílatus gleymdi því ekki heldr, — hann, sem svo marga menn hafði dœmt til krossfestingar án þess neitt að komast viö, en Jesús var í augum hans ólíkr þeim öllum, og því leitaSist hann líka viS á sinn ragmannlega hátt aS láta hann lausan. HundraSshöföinginn, sem ekki hreyföist á hestbaki og horfSi á Jesúm stundirnar, sem liðu svo seint meSan hann beiö dauSans á krossinum, gleymdi andliti hans aldrei. *) Texti þessi er hér eins og frá honum er gengiS i hinni nýju útgáfu nýja testamentisins á íslenzku frá því í fyrra, því sú ritningargrein er þar nákvæmar Þýdd en í eldri útgáfunni ffrá t 866), sem mest er út breidd meðal fólks vors, og líkari því, sem er í ensku biblíunni. Orðið í textanum, sem út af er lagt í rceðu þessarri, kemr alls ekki fyrir í eldri þýSingunni ís- lenzku.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.