Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 32
348 á svipinn, þá var ætíð séð um, aS hún aö minsta kosti fengi atS heilsa. upp á nokkra af sínum vinum með nýárs-kveöjunni: „Gott og blessað nýár!“ Og þá gerði hún þaö upp á gamla móöinn, meö hinum mikla innilegleik, sem áöur tíökaöist, þrátt fyrir árin öll, sem hún bar á baki sér. Söguritarinn lét mjög sjaldan farast fyrir að nota tækifæri það, sem vinum hennar bauöst. Einn nýársdag viar hún samt aíS heiman. En undir eins og tækifæri gafst fór hún að heilsa upp á gömlu konuna, sem fagnaöi henni hjartanlega og sagöi: ,.Þaö er ekki um seinan aö árna Þér allrar blessunar á nýja ár- inu, góða! En eg siaknaöi þín.“ Brosandi sagöi hún, sem gamla konan hélt svo hlýtt uni höndina á: „Nú, eg held, aö gestirnir hafi veriö nógu margir samt. Og helst til margir; því þú ert svo föl og þreytuleg. En nú veröur þú aö segja mér, hverjir komu til þín.“ Þjónusta gömlu konunnar segir þá í lágum róm: „Það var einum of margt. Og þaö er Þaö, sem gengur að henni. Annars mun hún segja þér um hann, því hún getur varla um annað talað.“ Elálf-utan við sig segir húii þá: „Það voru þeir sömu og vanalega. En eg þarf nú samt að hugsa mig um; því fyrsti gesturinn minn hefur komið mér til þess hálft í hvoru að gleyma hinum. „Nú, hann hefur hlotið að vera einn af biðlum þínum frá því fyrir- löngu löngu“—sagði eg hlæjandi. Að það var henni ekki neitt hlátursefni var augljóst; því hún hristi höfuðið og sagði mjög alvarlega: „O, nei, góðin mín! Hann var ólíkur öllum þeim, sem áð- ur hafa heimsótt mig. Og eg gfeymi honum aldrei — ialdrei.“ Það leyndi sér ekki, að í Þetta sinn var gamla konan ekki -með hugann í löngu liðinni tíð, og að hania langaði til þess að tala. um þetta, sem nú var efst í sálu hennar. Eg beið því ró- lega eftir sögu hennar. Jæja! það var. þá svona. Og nú skaltu heyra, — sagði ihún og laut fram, eins og hún var vön að gera, þegar hún var að segja sögur. Mér var ómögulegt .að sofna síðustu stundir gamla ársins. Því eg var að hugsa um það, hvernig drottinn hafði leitt mig, og hvað góður hann hafði verið við mig. Og hjarta mitt varð svo fult af þakklátsemi, að eg hefði farið beint að syngja í rúmi mínu, ef eg hefði ekki verið hrædd um að vekja fólkið. Þú veist Það, að eg sef í gamla herberginu mínu niðri, en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.