Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 15
33i þá, sem hungrsneyð vofði yfir í vandræðaástandi því, sem þar var þá og stafaði af hinni langvarandi styrjöld milli Spánverja og eyjarskeggja. Lýsir hún ástandinu har mjög átakanlega í bók þeirri, er hún ritaSi um líknarstarfsemi Red Cross félagsins í Cúba, Þegar stríöiS milli Spánverja og Ameríkumanna hófst, var starf hennar til ómetanlegrar blessunar. Árið 1900, þegar borgin Galveston eyddist af hinum œgilega öldugangi hafsins og nær 4,000 manns misstu lifið, fór Clara Barton þangað. Sjötug að aldri starfaði hún meö óþrjótandi elju að því að lið- sinna hinum allslausa og heimilislausa fólksfjölda, og var hyggjuviti hennar og starfsemi við það tœkifœri við brugðið. Eitt af því, sem hún hefir til leiðar komið, er það, að nú er samningr meðal allra siðaðra þjóða um að Red Cross félagið geti starfað óhindrað á vígvöllum, og hvar sem fáni þess blaktir er þeim stað hlíft fyrir öllum árásum af her beggja hliða. Starfsmenn þess fá að starfa að því að liðsinna hinum særðu °g deyjandi eins óhultir og unnt er í þeim ástœðum, líknandi jafnt vinum sem óvinum. Clara Barton hefir jafnan starfað að verki mannúðar og kærleika, jafnt hver sem hlut hefir átt að máli. Hjá henni hefir aldrei risið upp nein spurning um þjóðerni, kynferði eða trúarbrögð; að eins hefir það komið til greina í huga hennar, hvar þörfin væri mest. Þar sem mannleg eymd og neyð var mest, hvort heldr af völd- um stríðs og styrjalda, drepsótta eða hallæris, elds eða annarra eyðileggjandi afla náttúrunnar, þar hefir hún komið fram sem engill líknar og miskunnar. Nú er hún nær Því áttrœð og æfi- kvöld hennar er fagrt og rólegt. Hún getr litið til baka yfir langt og göfugt dagsverk með Þá fullvissu x hjarta sínu, að starf hennar hefir borið mikinn og fagran ávöxt, ekki einungis fyrir samtíðarmenn hennar, heldr og fyrir komandi kynslóðir. Hún getr lagt frá sér byrði dagsins með þá fullvissu innan- brjósts, að hið alskyggna auga hans, sem ræðr rás viðburðanna, lítr á æfistarf hennar með velþóknun. Minning hennar verðr haldið á lofti löngu eftir að flestir af samferðamönnum hennar, sem ef til vill létu meir á sér bera, eru gleymdir. Á þessum tíma, þegar hugsjónir mannúðar og mannkær-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.