Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1908, Blaðsíða 14
330 fram til þess aö hjúkra hinum særðu og sjúku. Aö.allega starf- aöi hún hjá þeim hluta hersins, sem kenndr var viö Potomac- ána, og var hún viðstödd margar af hinum stórkostlegu orrust- um, sem sá her háöi, þar á meðal viö Antietam, Fredericksburg, Spottsylvania, The Wilderness o. s. frv. Þegar stríöiö var af- staöiö, varði hún löngum tíma til aöstoöar hermönnum þeim, sem höföu setiö um lengri eöa skemmri tíma í varðhöldum Suörríkjanna, og loks, þegar stríðinu var lokið og Þeim sleppt, voru niðrbrotnir að heilsu vegna þrælslegrar meðferðar í fang- elsisvistinni. Ávann hún sér lof og hylli allra manna fyrir dugnaö sinn og eljusemi, og oröstír hennar barst ekki að eins út um Ameríku, heldr og til Evrópu. Þegar stríöið milli Frakka og Prússa hófst, áriö 1870, fór hún til Norörálfu, hjálpaði til að koma skipulagi á hjúkrunardeild þýzka hersins og vann við hjúkrunarstörf bæöi i Strassburg og Metz. Síðar, þegar í lok þess stríðs ástandið í París var sem hörmulegast, fór hún þang- að og útbýtti klæðum og vistum á meðal hinna bágstöddu. f viðrkenningar skyni fyrir starf hennar var hún af Vilhjálmi I. Þýzkalandskeisara sœmd heiðrskrossi. Árið 1873 kom hún aftr til Ameríku, og tók hún þá undir eins aö starfa að því, að hið alkunna líknarfélag Red Cross fé- lagið yrði viðrkennt og styrkt af stjórninni. Þó var það ekki fyrr en tiu árum siðar, að hún fékk þessu til leiðar komið. Nú er svo komið, aö þetta alheimsfélag fær fjárstyrk ekki einungis hjá Bandaríkjastjórn, heldr einnig hjá stjórnum flestra Norðr- álfuþjóða. Undir umsjón hennar óx félag þetta og þroskaðist, og var hún kjörin forseti þess árið 1882. Á næstu árum var hún allsstaðar þar sem mest lá á bráðri hjálp. Þegar skógareldar •geisuðu yfir heil héruð í Michigan-ríki og gjörðu mörg hundruð manna húsvillt, þá hafði hún aðal-umsjón yfir því að hjálpa hin- um bágstöddu. Þegar fréttir bárust út um jarðskjálftann í 'Charleston árið 1888, þá var hún þar óðar komin. Eftir flóðið œgilega í Johnstown, þar sem meir en þrjár þúsundir fórust, var hún í broddi fylkingar þeirra, sem leituðust við að rétta lijálparhönd hinum örsnauðu, er eftir lifðu. Árið 1899 fór hún til Cuba til þess að útbýta matvælum og á annan hátt aðstoða

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.