Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 3
Sanieiningin__________________________________ A. monthly, in support o£ Church and Christianity amongst Icelanders, Published by The Evangelical Lutheran Synod of North America Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa. Editor'. REVERAND RÚNÓLFUR MARTEINSSON, D. D., 739 Alverstone St., Winnipeg, Manitoba, Canada Treasurer: MRS. B. S. BENSON, 695 Sargent Ave. Winnipeg, Man., Can. Trúboðsstarf kirkjufélagsins í nefndinni, sem annaðist það mál á síðastliðnu ári, voru tveir leikmenn: Magnús Gíslason og Freeman M. Einarsson, og þrír prestar: Bjarni A. Bjarnason, Sigurður Ólafsson, og Rúnólfur Marteinsson. Ágæt skýrsla um það starf var sam- in og lögð íyrir kirkjuþingið af séra Bjarna, skrifara nefnd- arinnar. I henni var mikill fróðleikur um starfið og um söfnuðina, sem nutu þess. Hún var á ensku máli. Engin til- raun verður hér gjörð til að flytja allan fróðleik hennar; til þess að fá hann, verða menn að lesa gjörðabók þingsins; en með nokkrum orðum vil ég minnast á starfið. Hvað er trúboð? Það felur í sér allar tilraunir leikmanna og presta til að vekja og efla kristna trú, hvar sem er meðal manna, hjá svonefndum kristnum þjóðum og heiðnum. Félagslega er orð þetta notað til að tákna það starf, sem er sérstaklega unnið til að hjálpa söfnuðum, sem ekki eru efnalega sjálfstæðir, til þess að lífga og þroska kristindóm hjá sér og öðrum. Það starf innan félags vors fær alt ríf- legan styrk frá trúboðsnefnd United Lutheran Church, sem vér tilheyrum. Það er því heilög skylda allra safnaða vorra að styrkja drengilega trúboðssjóð þess félagasambands. Hallgríms-söfnuður, í Seattle, sem séra Harald S. Sig- mar þjónar, hefir eflst svo, að þetta er síðasta árið, sem hann þiggur styrk til prestslauna; en hann mun eiga eitt- hvað eftir ógoldið af láni, sem söfnuðurinn fékk úr út- breiðslusjóði U. L. C. Lof sé þeim öllum, sem þar hafa, með Guðs hjálp, lagt hönd á gott starf. Söfnuðirnir í Blaine og Point Roberts hafa mist prest sinn, séra S. A. Hanson. Þeim hefir aukist styrkur meðan

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.