Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 22
100 Sameiningin Ársskýrsla skrifara 1950 Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing! Kirkjufélag vort er nú orðið sextíu og fimm ára aldurs, og hefir bæði frá framförum og afturförum að segja á því langa aldursskeiði. Þegar ég nú er kallaður fram til að skýra frá framförum og afturförum þessa hins síðastliðna árs, get ég því miður ekki sagt söguna alveg rétta. Það sem því veldur nú, eins og svo oft áður, er miður góð innheimta á skýrslum frá söfnuðum. Sumir prestar og söfnuðir eru framúrskarandi skilvísir og góðir í þessu tilliti; aðrir draga það á langinn; en hinir láta ekki til sín heyra, jafnvel yfir margra ára tímabil. Slíkt má ekki viðgangast, og má kallast dauðamerki. Sumir vilja halda því fram, að skýrslur og tölur hafi litla þýðingu, og að hitt sé veigameira að söfnuðirnir séu andlega lifandi. En þá mætti spyrja, hve mikið líf væri nú í kirkja Jesú Krists ef hinir andlega innblásnu spámenn og postular, sem skrásettu rit Gamla og Nýja Testamentisins eins og andinn gaf þeim að mæla, hefðu ekki á sama tíma skrásett þær tölur og skýrslur sem þar eru inni geymdar. Hve stórir voru þeir hópar manna sem Jesús mettaði með dásamlegum kraftaverkum? Hve margir voru lærisveinarnir? Hve margir snerust til krist- innar trúar og gerðust lærisveinar hinn fyrsta Hvítasunnu- dag? Þannig mætti halda áfram að spyrja í hið óendanlega; og spurningum okkar er skilvíslega svarað, því spámenn- irnir og postularnir, sem voru boðberar Drottins boðskapar og fagnaðarerindis meðal mannanna, vanræktu ekki sínar skýrslur. Er ekki mál komið, að allir okkar prestar og söfnuðir reyni að taka þá miklu Guðs-menn sér til fyrir- myndar í þessu tilliti, ekki síður en í öðru efnum? Skýrslur hafa alls ekki komið frá fimmtán söfnuðum kirkjufélagsins. Þetta er afturför, þar sem í fyrra voru tíu söfnuðir sem ekki sendu skýrslur. Næsta kirkjuþing skulum við vona að skýrslur hafi komið í tæka tíð frá öllum söfnuð- um vorum. Þá væri skrifarinn ánægður og glaður, eins og við ættum öll að vera, sem erum trúnaðarmenn fagnaðar- erindisins. Samkvæmt þeim skýrslum, sem til skila hafa komið,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.