Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 14
92 Sameiningin Kirkjan sem var áður ein af okkar fegurstu kirkjum, hefir við þetta eignast ennþá meiri helgiblæ og tign Drottins húss. Forseta var boðið að eiga þar þátt í, en varð við að hætta á síðustu stundu vegna anna; en kveðjur til safnaðar og prests sendi hann fyrir sína hönd og kirkjufélagsins. Sá söfnuður er nú einnig að byggja upp sitt enska starf, meir en nokkru sinni áður. Eykur það áhrif safnaðarins útávið. Gleriboro söfnuður vígði, eins og þið munið „tower chimes“ á síðasta þingi. Var það gjöf að mestu aldraðs manns, sem tilheyrði söfnuðinum og minntist hans þannig í erfðaskrá sinni. Turn var einnig bygður fyrir þau á kirkjunni, og hefir kirkjan og söfnuðurinn við þetta eignast eina af fegurstu kirkjum þess bygðarlags, og rödd safnað- arins orðið voldugri í kristnu starfi. Svo geta einstaklingar styrkt starf kirkjunnar sinnar. Slík fordæmi eru fögur. Einnig hafa Glenboro og Baldur söfnuðir tekið upp „The Duplex Envelope System“ til að styrkja safnaðastarf og trúboðsstarf. Er þetta framfaraspor, sem stigið er undir leiðsögn hins unga, framsækjandi prests þeirra. Aukinn safnaðarstyrkur hefir verið afleiðingin, og trúboðsgjafir hafa aukist að miklum mun. Mountain prestakall hefir fimm söfnuði í kirkjufélaginu. Mest hefir gerst þar í Péturssöfnuði, sem eignaðist nýja kirkju. Gjafir til kirkjunnar hafa verið margar. Má hér nefna rafmagns altarisljós (þrístrendir stjakar) og tvö flögg, alt í minningu um Kristján Vívatson sem féll í seinasta stríði; altariskross 24 þumlunga hár og „missal stand“, hvorttveggja úr dýru efni, í minningu um B. Thorvaldson frá börnum hans; skírnarfontur í minningu um hjónin Mr. og Mrs. Tryggvi Dínusson, gefinn af börnum þeirra og vinum; biblía í rauðu leðurbandi með gylt á sniðum, í minningu Fanney Mountain, gefin af börnum hennar. Er þessi kirkja því mjög svo fögur innan og altarið vel prýtt. Vídalínssöfnuður eignaðist á árinu altariskertastjaka fimmarma. Voru þeir gjöf frá Mr. og Mrs. Eggers, í Fargo, í minningu um móður Mrs. Eggers. Einnig hefir söfnuðurinn fengið nýja „fluorescent“ ljóshjálma, gjöf frá kvenfélagi bygðarinnar. Víkur söfnuður, í Mountain, getur nú látið ljós sitt skína enn betur. Er það vegna þess að börn Jóhann- esar og Ágústu Magnússon gáfu söfnuðinum „electric bulletin board“. Það var vígt 4. júní, þegar öll börnin voru

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.