Sameiningin - 01.08.1950, Blaðsíða 7
Sameiningin
85
an kost að búa, náði hann prófi á skemmri tíma en vænta
mátti, varð hann fullveðja gull- og úrsmiður og lista letur-
grafari. Eftir próf stundaði hann handverk sitt eitt ár á
Akureyri, en flutti þá vestur um haf. Félaus að mestu mun
hann hafa verið er hingað kom 1903. Mun hann ekki hafa
átt sjö dagana sæla fyrstu árin. Hann vann hér og þar al-
genga erfiðisvinnu í Winnipeg, vann við fiskiveiðar, skóg-
arhögg og algenga bændavinnu. Varð þetta ofraun heilsu
hans, sem frá æsku stóð á völtum fæti, var hann alla æfi
fremur heilsutæpur. Hann nam land í Vatnabygðum, Sask-
atchewan og vann rétt á því. Loks fékk hann stöðu hjá
Guðjóni Thomas gullsmið í Winnipeg og vann hjá honum
nokkur ár áður en hann flutti til Glenboro 1911 þar sem
hann setti á stofn skrautmunaverzlun og gullsmíði sem
hann stundaði síðan til dauðadags. Hagur hans blómgaðist
fljótt, og varð hann brátt efnalega sjálfstæður. Hann keypti
bújörð hér í sveitinni og stundaði hann landbúnað lengi
samhliða sínu starfi í mörg ár, og lagði hann við það mikla
rækt. Hann var með í stofnun Glenborosafnaðar og ein-
lægur stuðningsmaður safnaðarins og lengst af fulltrúi og
skrifari safnaðarins til æfiloka.
Hann var heilsteyptur íslendingur og lagði rækt við ís-
lenzkan félagsskap. Hann var snyrtimenni og prúður í
framgöngu, kristilega sinnaður og góður íslenzkur drengur.
Hann lagði gott til allra góðra mála, var smekkmaður fynd-
inn og gamansamur og hafði sérstakt auga fyrir því skop-
lega í lfíinu, í vinahóp var hann allra manna skemtilegastur,
en beztur í fámenni, þar naut hann sín bezt. í æsku höfðu
þeir Einar Ásmundarson í Nesi og Friðbjörn Bjarnason á
Grýtubakka sérstaklega mikil áhrif á hann, dáði hann þessa
þjóðkunnu menn mjög mikið. Hann var laglega hagorður
en hélt því lítt á lofti.
Hann giftist 1921, kona hans Brynjólfný Ásmundardótt-
ir Sigurðssonar ættuð úr Þingeyjarsýslu, er mesta myndar-
kona, hún lifir mann sinn ásamt þremur börnum, sem öll
eru bráðmyndarleg og vel gefin. Margrét er skólakennari í
Glenboro, Dr. Guðmundur stundar lækningar í Brandon og
Níels hefir lært gullsmíði og tók við verzlun föður síns.
Æfidagur Guðmundar Lambertsen var stundum erfiður,
sérstaklega á fyrri árum, en hann var fagur og sólbjartur.
Guð blessi minningu hans. G. J. Oleson.